Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 16:41 Bessastaðir á Álftanesi. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Vegna sóttvarnatakmarkana komu níu orðuhafanna í sitthvoru lagi til Bessastaða í dag en þrír gátu ekki mætt ýmist vegna veðurs eða covid. Á árinu sem var að líða voru gerðar þær breytingarnar á orðubandinu að tillögu forseta Íslands að orður beggja kynja eru með sams konar bandi. Áður voru orður kvenna tengdar við slaufu en karla við borða. Orðubönd fyrir riddarakross og stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, óháð kyni.Gunnar Vigfússon Síðastliðin hundrað ár hefur orðan verið veitt innlendu og erlendu fólki fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi. Sex konur og sex karlar fengu orðuna í dag fyrir störf sín á ýmsum sviðum samfélagsins. Eftirfarandi voru sæmd orðunni í dag: 1. Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir störf á sviði jarðvísinda og loftslagsrannsókna. 2. Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar. 3. Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra bókmennta. 4. Haraldur Ingi Þorleifsson frumkvöðull, Reykjavík, fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála. 5. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir menntunarfræðingur, Flateyri, fyrir framlag til menntamála og menningarmála í héraði. Áslaug Geirsdóttir var sæmd orðunni í dag.Gunnar Vigfússon 6. Katrín Fjeldsted heimilislæknir, Reykjavík, fyrir framlag til heilbrigðis- og félagsmála auk starfa í opinbera þágu. 7. Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar. 8. Ólafía Jakobsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði. 9. Sigurður Flosason, hljóðfæraleikari og tónskáld, Reykjavík, fyrir framlag til djasstónlistar og störf á vettvangi tónlistarmenntunar. 10. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur og prófessor emeritus, Kópavogi, fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða. 11. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu. 12. Trausti Valsson, prófessor emeritus, Reykjavík, fyrir framlag til skipulagsfræða og samfélagsumræðu. Sigurður Flosason var sæmdur orðunni í dag.Gunnar Vigfússon Fálkaorðan Forseti Íslands Áramót Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Vegna sóttvarnatakmarkana komu níu orðuhafanna í sitthvoru lagi til Bessastaða í dag en þrír gátu ekki mætt ýmist vegna veðurs eða covid. Á árinu sem var að líða voru gerðar þær breytingarnar á orðubandinu að tillögu forseta Íslands að orður beggja kynja eru með sams konar bandi. Áður voru orður kvenna tengdar við slaufu en karla við borða. Orðubönd fyrir riddarakross og stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, óháð kyni.Gunnar Vigfússon Síðastliðin hundrað ár hefur orðan verið veitt innlendu og erlendu fólki fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi. Sex konur og sex karlar fengu orðuna í dag fyrir störf sín á ýmsum sviðum samfélagsins. Eftirfarandi voru sæmd orðunni í dag: 1. Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir störf á sviði jarðvísinda og loftslagsrannsókna. 2. Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar. 3. Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra bókmennta. 4. Haraldur Ingi Þorleifsson frumkvöðull, Reykjavík, fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála. 5. Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir menntunarfræðingur, Flateyri, fyrir framlag til menntamála og menningarmála í héraði. Áslaug Geirsdóttir var sæmd orðunni í dag.Gunnar Vigfússon 6. Katrín Fjeldsted heimilislæknir, Reykjavík, fyrir framlag til heilbrigðis- og félagsmála auk starfa í opinbera þágu. 7. Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar. 8. Ólafía Jakobsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði. 9. Sigurður Flosason, hljóðfæraleikari og tónskáld, Reykjavík, fyrir framlag til djasstónlistar og störf á vettvangi tónlistarmenntunar. 10. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur og prófessor emeritus, Kópavogi, fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða. 11. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu. 12. Trausti Valsson, prófessor emeritus, Reykjavík, fyrir framlag til skipulagsfræða og samfélagsumræðu. Sigurður Flosason var sæmdur orðunni í dag.Gunnar Vigfússon
Fálkaorðan Forseti Íslands Áramót Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira