Kveðja brosandi baráttumann fyrir mannréttindum Heimir Már Pétursson skrifar 1. janúar 2022 19:41 Kista Desmonds Tutu borin út úr dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg í dag. AP/Nic Bothma Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskup í Suður Afríku var jarðsunginn í dag. Hanns er minnst um allan heim sem mikils mannréttindafrömuðar en hann lék lykilhlutverk í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim. Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56
Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent