Reykjavíkurborg hafði varað við mikilli svifryksmengun vegna mengunar frá flugeldum og var búist við að styrkurinn yrði hár fram eftir nýársdegi ef hæglætisveður yrði í borginni.
„Miðað við undanfarin ár gæti 1. janúar 2022 orðið fyrsti svifryksdagur ársins vegna mengunar frá skoteldum. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömmm á rúmmetra,“ sagði í tilkynningunni.
Sú varð þó ekki raunin. Nokkur vindur var á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt og féll því styrkur svifryks frekar hátt. Í tilkynningu á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að á síðustu klukkustund ársins 2021 hafi mest svifryksmengun mælst við Bústaðaveg en klukkan eitt á nýársnótt mældist mest mengun við Vesturbæjarlaug.
Í tilkynningu Reykjavíkurborgar fyrir áramótin kom fram að keypt hefðu verið inn um 640 tonn af skoteldum fyrir áramótin og þar af sé púðurmagnið um 56 tonn.
