Segja úrslitum hagrætt vegna veðmálasvindls í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 14:30 Talið er að úrslitum hafi verið hagrætt í sjálfri Meistaradeild Evrópu í handbolta. Úrslitum hefur verið ólöglega hagrætt í Meistaradeildum karla og kvenna í handbolta í vetur, sem og í Evrópudeildinni, vegna veðmálasvindls. Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni