„Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin“ Atli Arason skrifar 3. janúar 2022 22:27 Hilmar Smári Henningsson segir að troðslan í traffík komi við gott tækifæri. Mynd/FIBA Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Stjörnunnar, var kampakátur með 20 stiga sigur á Njarðvík í kvöld, 97-77. „Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
„Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira