Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 07:42 Elizabeth Holmes yfirgefur dómshúsið í San Jose í gærkvöldi. AP Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök, en á nú yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Holmes var ekki færð í gæsluvarðhald eftir sakfellinguna, en enn á eftir að greina frá hvenær tilkynnt verður um refsingu. Sýknuð af fjórum ákæruliðum Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðu varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Saksóknarar sögðu Holmes vísvitandi hafa logið til um nýja tækni, sem félagið hafi þróað, og gæti greint mikinn fjölda sjúkdóma með aðeins einum blóðdropa. Holmes var á tímabili álitin ein af stjörnum Sílikondals í Bandaríkjunum og var félagið um tíma metið á heila níu milljarða Bandaríkjadala. Var Holmes jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Holmes var fundin sek af fjórum ákæruliðum þar sem einn varðaði svik gegn fjárfestum og þrír póstsvik. Hún neitaði sök, en á nú yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Holmes var ekki færð í gæsluvarðhald eftir sakfellinguna, en enn á eftir að greina frá hvenær tilkynnt verður um refsingu. Sýknuð af fjórum ákæruliðum Ákæran var í alls ellefu liðum og var Holmes sýknuð af fjórum þeirra sem sneru að því að hún hafi blekkt almenning. Kvíðdómur náði ekki saman um niðurstöðu varðandi þrjá ákæruliði eftir sjö daga umhugsunartíma og var því einungis greint frá niðurstöðuna varðandi átta ákæruliðanna. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og voru Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, í kjölfarið ákærð fyrir svik.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00
Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46