Bráðalæknir spyr hvort starfsfólk sé að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 13:43 Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi og formaður Félags bráðalækna. Vísir/Baldur Alls sóttu 2.697 einstaklingar bráðamóttökuna á Landspítala í nóvember og jókst fjöldinn um 6,3% frá sama tíma árið 2020. Ráðamönnum og stjórnendum spítalans hefur verið tíðrætt um alvarlegan vanda deildarinnar en yfirlæknir segist hafa minni trú á því nú en fyrir rúmu hálfu ári að vandinn verði leystur. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga.Landspítali Mikael Smári Mikaelsson tók við sem yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala í apríl. Hann segir í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fólk vera vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael um stöðu mála síðasta vor. Flest úrræði sem þurfi að grípa til séu utan hans valdsviðs og starfsfólk þurfi að bíða og vona eftir að þeir sem hafi valdið breyti stöðunni. Íslendingar lifi við tálsýn „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í samtali við Læknablaðið. Þar vísar hann til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar og segir að bráðamóttakan sé svo yfirfull að það takist ekki. Við broti á 220. grein liggur allt að átta ára fangelsisdómur. „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga. Bergur segir að landlæknir eigi að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsi fyrirmæli ítrekað. „Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvitandi stefnt í hættu,“ bætir Bergur við og segir að á hverjum einasta degi sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu á bráðamóttökunni. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við teljum okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki,“ segir hann í samtali við Læknablaðið. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ráðamönnum og stjórnendum spítalans hefur verið tíðrætt um alvarlegan vanda deildarinnar en yfirlæknir segist hafa minni trú á því nú en fyrir rúmu hálfu ári að vandinn verði leystur. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga.Landspítali Mikael Smári Mikaelsson tók við sem yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala í apríl. Hann segir í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fólk vera vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael um stöðu mála síðasta vor. Flest úrræði sem þurfi að grípa til séu utan hans valdsviðs og starfsfólk þurfi að bíða og vona eftir að þeir sem hafi valdið breyti stöðunni. Íslendingar lifi við tálsýn „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í samtali við Læknablaðið. Þar vísar hann til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar og segir að bráðamóttakan sé svo yfirfull að það takist ekki. Við broti á 220. grein liggur allt að átta ára fangelsisdómur. „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga. Bergur segir að landlæknir eigi að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsi fyrirmæli ítrekað. „Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvitandi stefnt í hættu,“ bætir Bergur við og segir að á hverjum einasta degi sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu á bráðamóttökunni. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við teljum okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki,“ segir hann í samtali við Læknablaðið.
„Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18
Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00
Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31