Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 20:30 Kamila Walijewska stendur að baki verkefninu. sigurjón ólason Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. Flestir þekkja heimilistækið í fréttinni undir nafninu ísskápur en þessi tiltekni ísskápur heitir frískápur og það er ástæða fyrir því. Jú, það er vegna þess að inni í ísskápnum er iðulega frír matur. Ísskápurinn er hlut af alþjóðlegri hreyfingu þar sem markmiðið er að draga út matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frískápa. Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato settu upp ísskáp í þessum tilgangi við Bergþórugötu 20 og hafa viðtökurnar verið framar vonum. „Hver sem er getur komið. Hver sem er getur komið með mat sem hann ætlar kannski ekki að nota. Maturinn er heima og það er hægt að koma með hann hingað og ef fólk sér eitthvað gott getur það tekið það heim, þetta eru svona skipti,“ sagði Kamila Walijewska sem stendur að baki verkefninu. Frískápar eru algengir erlendis en þessi hér er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kamila segir að það standi til að koma fleiri frískápum fyrir á landinu. „Það eru áætlanir um að gera þetta á Selfossi og Akureyri, við erum í sambandi við nokkrar manneskjur en bíðum bara eftir stað.“ Ísskápurinn umtalaði.Facebook Kamila segir erfitt að áætla magnið af mat sem fer í gegnum frískápinn en hann er fylltur og tæmdur daglega. 2.500 meðlimir eru í hópnum Frískápur Reykjavík en þar lætur fólk vita þegar það hefur fyllt á skápinn. Hún segir að matarsóun sé gríðarlegt vandamál hér á landi. „Ég heimsótti vinkonu mína á Akureyri fyrir um þrem árum. Í þessari ferð sagði hún mér hve miklum mat væri hent og ég fór næstum að gráta. Ég fékk tár í augun og fannst ég verða að gera eitthvað í þessu. Nú er ísskápurinn kominn og þetta fer vaxandi og við getum gert miklu meira saman.“ Umhverfismál Matur Reykjavík Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Flestir þekkja heimilistækið í fréttinni undir nafninu ísskápur en þessi tiltekni ísskápur heitir frískápur og það er ástæða fyrir því. Jú, það er vegna þess að inni í ísskápnum er iðulega frír matur. Ísskápurinn er hlut af alþjóðlegri hreyfingu þar sem markmiðið er að draga út matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frískápa. Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato settu upp ísskáp í þessum tilgangi við Bergþórugötu 20 og hafa viðtökurnar verið framar vonum. „Hver sem er getur komið. Hver sem er getur komið með mat sem hann ætlar kannski ekki að nota. Maturinn er heima og það er hægt að koma með hann hingað og ef fólk sér eitthvað gott getur það tekið það heim, þetta eru svona skipti,“ sagði Kamila Walijewska sem stendur að baki verkefninu. Frískápar eru algengir erlendis en þessi hér er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kamila segir að það standi til að koma fleiri frískápum fyrir á landinu. „Það eru áætlanir um að gera þetta á Selfossi og Akureyri, við erum í sambandi við nokkrar manneskjur en bíðum bara eftir stað.“ Ísskápurinn umtalaði.Facebook Kamila segir erfitt að áætla magnið af mat sem fer í gegnum frískápinn en hann er fylltur og tæmdur daglega. 2.500 meðlimir eru í hópnum Frískápur Reykjavík en þar lætur fólk vita þegar það hefur fyllt á skápinn. Hún segir að matarsóun sé gríðarlegt vandamál hér á landi. „Ég heimsótti vinkonu mína á Akureyri fyrir um þrem árum. Í þessari ferð sagði hún mér hve miklum mat væri hent og ég fór næstum að gráta. Ég fékk tár í augun og fannst ég verða að gera eitthvað í þessu. Nú er ísskápurinn kominn og þetta fer vaxandi og við getum gert miklu meira saman.“
Umhverfismál Matur Reykjavík Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira