Odion Ighalo spilar með Al Shabab í Sádí Arabíu en hann er þekktastur fyrir þann tíma sem hann eyddi sem leikmaður Manchester United árið 2020. Hann gerði líka fína hluti með Watford. Ighalo hefur annars spilað víða út um heim á sínum ferli eins og í Noregi, á Ítalíu, á Spáni, í Englandi, í Kína og í Sádí-Arabíu.
Onuachu
— Oluwashina Okeleji (@oluwashina) January 6, 2022
Dennis
Osimhen
Ighalo #Nigeria will be without striker Odion Ighalo at #AFCON2021 after his Saudi Arabian club @AlShababSaudiFC refused to release him for the tournament in #Cameroon.
And there will be no replacement. https://t.co/7vgQ4Tyrf9
Ighalo átti mjög góða Afríkukeppni árið 2019 en hann var þá markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk. Alls hefur hann skorað 16 mörk í 35 landsleikjum fyrir Nígeríu.
Menn uppgötvuðu að Ighalo var ekki meðal leikmanna liðsins þegar það lenti í Kamerún og í yfirlýsingu frá nígeríska sambandinu kom fram að menn búist ekki lengur við honum á mótið vegna vandamála í samskiptum við félag hans.
Sadí-arabíska félagið heldur því fram að Nígería hafi ekki látið vita af vali hans áður en tími til þess rann út. Hann var hættur í landsliðinu en sneri aftur í nóvember síðastliðnum. Það hefur líka verið nefnt að hann sé með það í samningi sinum að hann spili ekki í Afríkukeppninni.
Ighalo hefur verið að spila vel með Al Shabab og er markahæsti maður leikmaður deildarinnar með ellefu mörk.