„Heilsustofnun hefur ekkert að fela“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:59 Þórir Haraldsson er forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Samsett Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir stofnunina ekkert hafa að fela eftir að Kjarninn greindi frá úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands, þar sem fram kom að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar. Þórir segir hverri einustu krónu hafa verið veitt til að þjónusta sjúklinga í samræmi við þjónustusamning. Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“ Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“
Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira