Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Srdan Dojkovic notaði gjallarhorn til að koma skilaboðum sínum áleiðis. getty/Srdjan Stevanovic Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira