Stoltur og glaður Milos með „bestu leikmenn deildarinnar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 12:36 Milos Milojevic hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænsku meistaranna í Malmö. Malmö FF Sigursælasta knattspyrnulið Svíþjóðar, ríkjandi meistarar Malmö, hafa ákveðið að veðja á íslenskan þjálfara til að leiða liðið áfram eftir að Jon Dahl Tomasson, sem reyndar á íslenskan afa, kvaddi félagið. Milos Milojevic, sem er frá Serbíu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, var kynntur sem nýr þjálfari Malmö á blaðamannafundi í hádeginu. Hann kveðst afar spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu. „Ég er mjög tilbúinn að hefja vinnuna. Það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, að hitta leikmennina og byrja að vinna leiki. Það er aðalatriðið, og aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hingað. Þetta félag snýst bara um að vinna og þannig hefur það verið síðustu tíu ár, og auðvitað áður, en síðustu tíu ár hafa verið mjög aðdáunarverð,“ sagði Milos. "MFF har varit väldigt framgångsrika de senaste tio åren. Det inspirerar mig men jag vill att vi ska dominera och vinna ännu mer. Jag tror på klubben, på spelarna och på mig själv." Milos Milojevic pic.twitter.com/yC2CWCNxX3— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022 Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi en kemur til Malmö eftir að hafa stýrt Hammarby sem einnig leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er ánægður með að vera kominn með besta lið Svíþjóðar í hendurnar: „Metnaður félagsins og minn metnaður eru sams konar. Kröfurnar eru miklar en ef að það væri öðruvísi þá væri það ekki nógu gott. Önnur ástæða er tengsl mín við Malmö áður en ég kom til Svíþjóðar, því ég hef unnið í því að fá leikmenn frá Malmö og hef fylgst með leikjum liðsins og þróun þess. Ég veit til hvers er ætlast af mér, og óttast ekki ábyrgðina. Ég veit að þetta er mikil vinna en ég veit að ég er með bestu leikmennina í deildinni, bestu möguleikana, og veit að hér er allt til alls til að ná góðum árangri. Í sem stystu máli er ég gríðarlega stoltur og ánægður, og get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Milos. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Milos Milojevic, sem er frá Serbíu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, var kynntur sem nýr þjálfari Malmö á blaðamannafundi í hádeginu. Hann kveðst afar spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu. „Ég er mjög tilbúinn að hefja vinnuna. Það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, að hitta leikmennina og byrja að vinna leiki. Það er aðalatriðið, og aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hingað. Þetta félag snýst bara um að vinna og þannig hefur það verið síðustu tíu ár, og auðvitað áður, en síðustu tíu ár hafa verið mjög aðdáunarverð,“ sagði Milos. "MFF har varit väldigt framgångsrika de senaste tio åren. Det inspirerar mig men jag vill att vi ska dominera och vinna ännu mer. Jag tror på klubben, på spelarna och på mig själv." Milos Milojevic pic.twitter.com/yC2CWCNxX3— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022 Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi en kemur til Malmö eftir að hafa stýrt Hammarby sem einnig leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er ánægður með að vera kominn með besta lið Svíþjóðar í hendurnar: „Metnaður félagsins og minn metnaður eru sams konar. Kröfurnar eru miklar en ef að það væri öðruvísi þá væri það ekki nógu gott. Önnur ástæða er tengsl mín við Malmö áður en ég kom til Svíþjóðar, því ég hef unnið í því að fá leikmenn frá Malmö og hef fylgst með leikjum liðsins og þróun þess. Ég veit til hvers er ætlast af mér, og óttast ekki ábyrgðina. Ég veit að þetta er mikil vinna en ég veit að ég er með bestu leikmennina í deildinni, bestu möguleikana, og veit að hér er allt til alls til að ná góðum árangri. Í sem stystu máli er ég gríðarlega stoltur og ánægður, og get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Milos.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43