Myndavél á Þorleifi í MLS-nýliðavalinu í dag: „Vil fara eins hátt og hægt er“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2022 09:00 Þorleifur er ekki þjálasta nafnið fyrir útlendinga og því er hann kallaður Thor vestanhafs. vísir/vilhelm Dagurinn í dag er ansi stór fyrir Þorleif Úlfarsson, 21 árs Kópavogsbúa. Hann verður nefnilega í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum og þykir líklegur til að vera meðal þeirra fyrstu sem verða valdir. Þorleifur átti stórgott tímabil með fótboltaliði Duke háskólans í Norður-Karólínu. Hann skoraði fimmtán mörk í hinni sterku ACC deild og var valinn besti sóknarmaður hennar. Þess má geta að Jack Harrison, leikmaður Leeds United, fékk þessi sömu verðlaun 2015. Þá var Þorleifur valinn í úrvalslið ársins hjá þjálfurum í háskólaboltanum. Congratulations Thor Ulfarsson #GoDuke pic.twitter.com/ugM9uo5gOY— Duke Men's Soccer (@DukeMSOC) November 10, 2021 Góð frammistaða Þorleifs með Duke skilaði honum svokölluðum GA (Generation adidas) samningi sem bestu leikmenn í hverju nýliðavali fá. Í ár fengu átta leikmenn GA samning en alls eru 176 leikmenn í nýliðavalinu. „Þetta er samstarf MLS og adidas. Fyrir þetta gastu ekki farið í nýliðavalið án þess að vera búinn með öll fjögur árin í háskólanum. Þetta leyfir mjög fáum leikmönnum sem eru taldir vera tilbúnir að fara í nýliðavalið að fara þangað,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Að hans sögn hafa langflestir leikmenn sem hafa skrifað undir GA samning verið meðal tíu efstu í nýliðavalinu. Inter Miami, félagið sem David Beckham á, er með níunda valrétt í nýliðavali MLS.getty/Michael Reaves Þorleifur er fyrsti Íslendingurinn sem fær svona samning og aðeins einn annar Íslendingur hefur farið í nýliðavalið. Árið 2009 valdi Chicago Fire Jökul Elísabetarson með 52. valrétti. Hann spilaði hins vegar aldrei með liðinu. Nýliðavalið fer fram í dag og hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma. Þar velja liðin 28 í MLS sér leikmenn fyrir næsta tímabil sem hefst í lok febrúar. Nýjasta lið deildarinnar, Charlotte, velur fyrst en meistarar New York City síðastir. Röð efstu tíu liða í nýliðavalinu má sjá hér fyrir neðan. Alla röðina má nálgast með því að smella hér. Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids Þorleifur vonast að sjálfsögðu eftir því að vera valinn sem fyrst í nýliðavalinu. „Ég vil fara eins hátt og hægt er en aðalatriðið er að fara í lið þar sem á mesta möguleika á að fá að spila og passar best fyrir mig,“ sagði Þorleifur sem gerir sér vonir um að vera meðal tíu efstu í nýliðavalinu. En á hann sér eitthvað óskalið? „Nei, ég ætla að halda öllum möguleikum opnum eins og er. En það væri betra að fara eitthvert þar sem er heitt en það er ekkert úrslitaatriði,“ svaraði Þorleifur. Aðspurður sagðist hann vita af áhuga nokkurra liða. „Já, en það er ekkert sem ég vil opinbera, því miður.“ Var mjög heppinn Nýliðaval í bandarískum íþróttadeildum er stór viðburður eins og aðdáendur NBA þekkja mætavel. Það er einnig þannig í MLS. Vegna kórónuveirunnar verða þeir sem koma til greina í nýliðavalinu ekki á sama stað og viðburðurinn smærri í sniðum en venjulega. „Þú mátt velja hvar þú ert. Ég verð úti með liðinu og það verður sýnt beint frá því þegar ég verð valinn,“ sagði Þorleifur. Þorleifur í Pandagang bol sem vinur og hans og jafnaldri, Brynjólfur Andersen Willumsson, hannaði.vísir/vilhelm Hann var aðeins eitt ár í Duke en nýtti það afar vel og skapaði sér nafn vestanhafs. „Ég kom í janúar. Venjulega er tímabilið aðeins á haustin en vegna faraldursins var vortímabil þannig ég fékk tvö tímabil og var mjög heppinn,“ sagði Þorleifur. Einn erfiðasti skóli heims til að inn í Enginn hægðarleikur er að komast inn í Duke sem er einn þekktasti háskóli Bandaríkjanna. „Alls ekki, þetta er klikkað dæmi. Ég held að aðeins um fjögur prósent þeirra sem sækja um komist inn. Þetta er einn erfiðasti skóli í heimi að komast inn í en fótboltinn hjálpaði til,“ sagði Þorleifur. Duke endaði í 2. sæti ACC deildarinnar sem þykir sú sterkasta í háskólaboltanum. „Getustigið er mjög hátt og það kom mér á óvart. Clemson, sem varð háskólameistari, myndi alveg standa sig vel í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Þorleifur sem spilaði vel og skoraði grimmt með Duke í fyrra. Hann segir að sér hafi gengið betur en hann gerði ráð fyrir. „Já, þetta gekk fáránlega vel í haust og það var frábært að vera hluti af þessu liði og skora öll þessi mörk. Það var frábært að finna að maður getur þetta,“ sagði Þorleifur. Fjöldi atvinnumanna úr sama árganginum Hann er Bliki og hluti af gríðarsterkum 2000-árgangi í Breiðabliki. Fimm úr þeim árgangi eru nú í atvinnumennsku: Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Kolbeinn Þórðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson. Og ef allt gengur eftir verður Þorleifur sá sjötti. „Við erum ansi margir. Ætli þetta sé ekki besti árgangur Breiðabliks. Þetta er feykilega öflugur hópur,“ sagði Þorleifur léttur. Hann lék einn leik með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og átta leiki með Víkingi Ó. og skoraði tvö mörk. Þá hefur hann leikið með Augnabliki, venslaliði Breiðabliks, í 3. deild. MLS Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Þorleifur átti stórgott tímabil með fótboltaliði Duke háskólans í Norður-Karólínu. Hann skoraði fimmtán mörk í hinni sterku ACC deild og var valinn besti sóknarmaður hennar. Þess má geta að Jack Harrison, leikmaður Leeds United, fékk þessi sömu verðlaun 2015. Þá var Þorleifur valinn í úrvalslið ársins hjá þjálfurum í háskólaboltanum. Congratulations Thor Ulfarsson #GoDuke pic.twitter.com/ugM9uo5gOY— Duke Men's Soccer (@DukeMSOC) November 10, 2021 Góð frammistaða Þorleifs með Duke skilaði honum svokölluðum GA (Generation adidas) samningi sem bestu leikmenn í hverju nýliðavali fá. Í ár fengu átta leikmenn GA samning en alls eru 176 leikmenn í nýliðavalinu. „Þetta er samstarf MLS og adidas. Fyrir þetta gastu ekki farið í nýliðavalið án þess að vera búinn með öll fjögur árin í háskólanum. Þetta leyfir mjög fáum leikmönnum sem eru taldir vera tilbúnir að fara í nýliðavalið að fara þangað,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Að hans sögn hafa langflestir leikmenn sem hafa skrifað undir GA samning verið meðal tíu efstu í nýliðavalinu. Inter Miami, félagið sem David Beckham á, er með níunda valrétt í nýliðavali MLS.getty/Michael Reaves Þorleifur er fyrsti Íslendingurinn sem fær svona samning og aðeins einn annar Íslendingur hefur farið í nýliðavalið. Árið 2009 valdi Chicago Fire Jökul Elísabetarson með 52. valrétti. Hann spilaði hins vegar aldrei með liðinu. Nýliðavalið fer fram í dag og hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma. Þar velja liðin 28 í MLS sér leikmenn fyrir næsta tímabil sem hefst í lok febrúar. Nýjasta lið deildarinnar, Charlotte, velur fyrst en meistarar New York City síðastir. Röð efstu tíu liða í nýliðavalinu má sjá hér fyrir neðan. Alla röðina má nálgast með því að smella hér. Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids Þorleifur vonast að sjálfsögðu eftir því að vera valinn sem fyrst í nýliðavalinu. „Ég vil fara eins hátt og hægt er en aðalatriðið er að fara í lið þar sem á mesta möguleika á að fá að spila og passar best fyrir mig,“ sagði Þorleifur sem gerir sér vonir um að vera meðal tíu efstu í nýliðavalinu. En á hann sér eitthvað óskalið? „Nei, ég ætla að halda öllum möguleikum opnum eins og er. En það væri betra að fara eitthvert þar sem er heitt en það er ekkert úrslitaatriði,“ svaraði Þorleifur. Aðspurður sagðist hann vita af áhuga nokkurra liða. „Já, en það er ekkert sem ég vil opinbera, því miður.“ Var mjög heppinn Nýliðaval í bandarískum íþróttadeildum er stór viðburður eins og aðdáendur NBA þekkja mætavel. Það er einnig þannig í MLS. Vegna kórónuveirunnar verða þeir sem koma til greina í nýliðavalinu ekki á sama stað og viðburðurinn smærri í sniðum en venjulega. „Þú mátt velja hvar þú ert. Ég verð úti með liðinu og það verður sýnt beint frá því þegar ég verð valinn,“ sagði Þorleifur. Þorleifur í Pandagang bol sem vinur og hans og jafnaldri, Brynjólfur Andersen Willumsson, hannaði.vísir/vilhelm Hann var aðeins eitt ár í Duke en nýtti það afar vel og skapaði sér nafn vestanhafs. „Ég kom í janúar. Venjulega er tímabilið aðeins á haustin en vegna faraldursins var vortímabil þannig ég fékk tvö tímabil og var mjög heppinn,“ sagði Þorleifur. Einn erfiðasti skóli heims til að inn í Enginn hægðarleikur er að komast inn í Duke sem er einn þekktasti háskóli Bandaríkjanna. „Alls ekki, þetta er klikkað dæmi. Ég held að aðeins um fjögur prósent þeirra sem sækja um komist inn. Þetta er einn erfiðasti skóli í heimi að komast inn í en fótboltinn hjálpaði til,“ sagði Þorleifur. Duke endaði í 2. sæti ACC deildarinnar sem þykir sú sterkasta í háskólaboltanum. „Getustigið er mjög hátt og það kom mér á óvart. Clemson, sem varð háskólameistari, myndi alveg standa sig vel í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Þorleifur sem spilaði vel og skoraði grimmt með Duke í fyrra. Hann segir að sér hafi gengið betur en hann gerði ráð fyrir. „Já, þetta gekk fáránlega vel í haust og það var frábært að vera hluti af þessu liði og skora öll þessi mörk. Það var frábært að finna að maður getur þetta,“ sagði Þorleifur. Fjöldi atvinnumanna úr sama árganginum Hann er Bliki og hluti af gríðarsterkum 2000-árgangi í Breiðabliki. Fimm úr þeim árgangi eru nú í atvinnumennsku: Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Kolbeinn Þórðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson. Og ef allt gengur eftir verður Þorleifur sá sjötti. „Við erum ansi margir. Ætli þetta sé ekki besti árgangur Breiðabliks. Þetta er feykilega öflugur hópur,“ sagði Þorleifur léttur. Hann lék einn leik með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og átta leiki með Víkingi Ó. og skoraði tvö mörk. Þá hefur hann leikið með Augnabliki, venslaliði Breiðabliks, í 3. deild.
Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids
MLS Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira