Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 11:15 Logfræðingar Novaks Djokovic segja að tenniskappinn hafi greinst með kórónuveiruna í desember og því hafi honum verið veitt undanþága frá bólusetningu. Juan Naharro Gimenez/Getty Images for Lexus Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. Djokovic lenti í Ástralíu í vikunni til að taka þátt í Opna ástralska meistaramótinu, en var meinaður aðgangur að landinu þar sem að landamæraverðir sögðu hann ekki geta sýnt fram á sönnun um bólusetningu gegn kórónuveirunni og að fyrri sýking væri ekki gild ástæða til að koma til landsins án bólusetningar. Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, bíður nú á sóttkvíarhóteli eftir að mál hans verði tekið upp í dómstólum næstkomandi mánudag. Hann hafði áður fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu til að taka þátt í mótinu, en sú undanþága olli miklum usla innan ástralsks samfélags, en Djokovic hefur talað gegn bólusetningum. Í dómsskjölum sem birtust í dag segir lögfræðingur tenniskappans að hann hafi fengið tímabundna vegabréfsáritun og læknisfræðilega undanþágu frá bólusetningu við kórónuveirunni frá ástralska tennissambandinu vegna nýlegrar sýkingar. Þá kemur einnig fram í skjölunum að undanþáguskírteinið hafi staðfest að 14 dögum eftir að hafa greinst með veiruna hafi Djokovic ekki verið með hita eða sýnt önnur einkenni Covid-19 seinustu þrjá sólarhringa. A question lingering: if Djokovic was claiming a coronavirus positive in last six months as reason for an exemption, when did he get it?According to BBC, his lawyers say that Djokovic tested positive very recently, less than a month ago, on December 16.https://t.co/w1JBE4vFp8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 8, 2022 Undanþágan var veitt af tveimur sjálfstæðum læknateymum sem ástralska tennissambandið útvegaði, ásamt Victoríuríki þar í landi. Eins og áður segir er Djokivic staddur á sóttkvíarhóteli, en umrætt hótel hefur verið gagnrýnt af þeim sem þar hafa dvalið fyrir slæman aðbúnað. Lögfræðingar tenniskappans hafa því farið fram á að hann verði færður á annað hótel sem myndi gefa honum kost á að æfa fyrir Opna ástralska meistaramótið. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Djokovic lenti í Ástralíu í vikunni til að taka þátt í Opna ástralska meistaramótinu, en var meinaður aðgangur að landinu þar sem að landamæraverðir sögðu hann ekki geta sýnt fram á sönnun um bólusetningu gegn kórónuveirunni og að fyrri sýking væri ekki gild ástæða til að koma til landsins án bólusetningar. Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans í tennis, bíður nú á sóttkvíarhóteli eftir að mál hans verði tekið upp í dómstólum næstkomandi mánudag. Hann hafði áður fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu til að taka þátt í mótinu, en sú undanþága olli miklum usla innan ástralsks samfélags, en Djokovic hefur talað gegn bólusetningum. Í dómsskjölum sem birtust í dag segir lögfræðingur tenniskappans að hann hafi fengið tímabundna vegabréfsáritun og læknisfræðilega undanþágu frá bólusetningu við kórónuveirunni frá ástralska tennissambandinu vegna nýlegrar sýkingar. Þá kemur einnig fram í skjölunum að undanþáguskírteinið hafi staðfest að 14 dögum eftir að hafa greinst með veiruna hafi Djokovic ekki verið með hita eða sýnt önnur einkenni Covid-19 seinustu þrjá sólarhringa. A question lingering: if Djokovic was claiming a coronavirus positive in last six months as reason for an exemption, when did he get it?According to BBC, his lawyers say that Djokovic tested positive very recently, less than a month ago, on December 16.https://t.co/w1JBE4vFp8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 8, 2022 Undanþágan var veitt af tveimur sjálfstæðum læknateymum sem ástralska tennissambandið útvegaði, ásamt Victoríuríki þar í landi. Eins og áður segir er Djokivic staddur á sóttkvíarhóteli, en umrætt hótel hefur verið gagnrýnt af þeim sem þar hafa dvalið fyrir slæman aðbúnað. Lögfræðingar tenniskappans hafa því farið fram á að hann verði færður á annað hótel sem myndi gefa honum kost á að æfa fyrir Opna ástralska meistaramótið.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Serbía Tengdar fréttir Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51 Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00
Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. 5. janúar 2022 21:51
Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. 4. janúar 2022 19:30