Þarf ég að biðjast vægðar? Ingvar Arnarson skrifar 9. janúar 2022 15:00 Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingvar Arnarson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar