Elísabet vonast til að semja við fimmtán ára íslenska stelpu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 10:01 Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir eru báðar Gróttustelpur sem hafa verið að spila með yngri landsliðum Íslands. Instagram/@grottaknattspyrna Kvennalið Kristianstad er mikið Íslendingalið og hefur verið það lengi. Þótt að tvær íslenskar landsliðskonur hafi yfirgefið félagið eftir síðasta tímabil þá verða Íslendingar áfram á ferðinni með liðinu. Elísabet Gunnarsdóttir er áfram þjálfari Kristianstad en hún hefur komið liði sínu í Meistaradeildina undanfarin tvö sumur. Elísabet missti Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur frá sér í haust en hefur þegar samið við íslensku landsliðskonuna Amöndu Jacobsen Andradóttur sem kemur til liðsins frá norska félaginu Vålerenga. Amanda hélt upp á átján ára afmælið sitt í desember síðastliðnum en hafði áður spilað fyrstu leiki sína fyrir íslenska A-landsliðið. Nú hefur Elísabet augun á annarri ungri og mjög efnilegri íslenskri unglingalandsliðskonu. Kristianstadsbladet segir frá því að hin fimmtán ára gamla Emelía Óskarsdóttir sé nú að æfa með aðalliði Kristianstad. „Hún er ótrúlega spennandi sóknarmaður sem við vonumst eftir að geta samið við,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Kristianstadsbladet. Emelía er alinn upp í Gróttu og skoraði sitt fyrsta mark í Lengjudeildinni sumarið 2020. Hún hefur hefur spilað fimm unglingalandsleiki og skorað eitt mark. Hún hafði skipt yfir í danskt félag en nú lítur út fyrir að hún endi í sænsku deildinni. Emelía er fædd í mars 2006 en hún er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks og systir Orra Steins sem er banka á dyrnar hjá meistaraflokki FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Emelía hefur verið að láta til sín taka meðal strákanna en á vef KSÍ eru skráð þrjú mörk á hana í fimm leikjum með Grótta/Kríu í 3. flokki karla. Sænski boltinn Grótta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir er áfram þjálfari Kristianstad en hún hefur komið liði sínu í Meistaradeildina undanfarin tvö sumur. Elísabet missti Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur frá sér í haust en hefur þegar samið við íslensku landsliðskonuna Amöndu Jacobsen Andradóttur sem kemur til liðsins frá norska félaginu Vålerenga. Amanda hélt upp á átján ára afmælið sitt í desember síðastliðnum en hafði áður spilað fyrstu leiki sína fyrir íslenska A-landsliðið. Nú hefur Elísabet augun á annarri ungri og mjög efnilegri íslenskri unglingalandsliðskonu. Kristianstadsbladet segir frá því að hin fimmtán ára gamla Emelía Óskarsdóttir sé nú að æfa með aðalliði Kristianstad. „Hún er ótrúlega spennandi sóknarmaður sem við vonumst eftir að geta samið við,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Kristianstadsbladet. Emelía er alinn upp í Gróttu og skoraði sitt fyrsta mark í Lengjudeildinni sumarið 2020. Hún hefur hefur spilað fimm unglingalandsleiki og skorað eitt mark. Hún hafði skipt yfir í danskt félag en nú lítur út fyrir að hún endi í sænsku deildinni. Emelía er fædd í mars 2006 en hún er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks og systir Orra Steins sem er banka á dyrnar hjá meistaraflokki FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Emelía hefur verið að láta til sín taka meðal strákanna en á vef KSÍ eru skráð þrjú mörk á hana í fimm leikjum með Grótta/Kríu í 3. flokki karla.
Sænski boltinn Grótta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira