Sadio Mané, leikmaður Liverpool, var hetja síns liðs en hann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu í uppbótartíma.
Vítið var dæmt á Kelvin Madzongwe, leikmann Simbabve, fyrir að taka boltann með hendi.
Sadio Mané scored a 97th-minute penalty to win the game for Senegal.
— B/R Football (@brfootball) January 10, 2022
CLUTCH pic.twitter.com/aAj2bmhx7Y
Mané er þar með kominn með 27 mörk fyrir senegalska landsliðið og vantar því bara tvö mörk til að jafna markamet Henri Camara.
Jafntefli hefði verið óvænt úrslit enda er Senegal í 20. sæti á FIFA-listanum og meira en hundrað sætum ofar en lið Simbabve.
Senegal varð í öðru sæti í síðustu Afríkukeppni en Simbabve hefur aldrei komist upp úr riðlinum.
Hin liðin í riðlinum, Gínea og Malaví, mætast seinna í dag.