Netþrjótar komust í gögn um notendur akstursþjónustu Strætó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 21:01 Upplýsingar um notendur akstursþjónustu Strætó, eins og kennitölur, nöfn og heimilisföng, eru í höndum netþrjótanna. Vísir/Vilhelm Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í desember, komust yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Komust þeir meðal annas yfir nöfn, kennitölur og heimilisföng þeirra sem nota þjónustuna. Strætó varð fyrir netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í netkerfi Strætó og afrita þar gögn og upplýsingar. Ekki var ljóst fyrr en nú hvaða upplýsingar þrjótarnir komust yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að árásaraðilarnir hafi komist yfir upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisfang og eftir atvikum símanúmer og/eða netfang notenda akstursþjónustunnar. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um þjónustuþarfir og sérþarfir notendanna, upplýsingar um aðstoð fylgdarmanns og notkun hjálpartækja, afrit af ferðapöntunum og reikningum, afrit af erindum og fyrirspurnum auk afrita af tölvupóstsamskiptum. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um forráðamenn og tengiliði notenda þjónustunnar, til dæmis yfir nöfn þeirra, kennitölur, símanúmer, netfang og tengsl við notendur auk afrita af erindum, fyrirspurnum og tölvupóstsamskipum. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands muni Strætó ekki verða við þeim kröfum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að persónuvernd hafi verið upplýst um málið og hafi sveitarfélögin, sem Strætó þjónustar, og Strætó verið í miklum samskiptum við stofnunina vegna þessa. Rannsókn málsins standi þá enn yfir og gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstakilnga sem Strætó vinni upplýsingar um. Búið sé að loka til dæmis á aðgang tilgreindra IP talna og tilgreindra aðganga að kerfum Strætó. Ekkert bendi til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar, en ekki sé hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af tölvuþrjótunum. Strætó Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Strætó varð fyrir netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í netkerfi Strætó og afrita þar gögn og upplýsingar. Ekki var ljóst fyrr en nú hvaða upplýsingar þrjótarnir komust yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að árásaraðilarnir hafi komist yfir upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisfang og eftir atvikum símanúmer og/eða netfang notenda akstursþjónustunnar. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um þjónustuþarfir og sérþarfir notendanna, upplýsingar um aðstoð fylgdarmanns og notkun hjálpartækja, afrit af ferðapöntunum og reikningum, afrit af erindum og fyrirspurnum auk afrita af tölvupóstsamskiptum. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um forráðamenn og tengiliði notenda þjónustunnar, til dæmis yfir nöfn þeirra, kennitölur, símanúmer, netfang og tengsl við notendur auk afrita af erindum, fyrirspurnum og tölvupóstsamskipum. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands muni Strætó ekki verða við þeim kröfum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að persónuvernd hafi verið upplýst um málið og hafi sveitarfélögin, sem Strætó þjónustar, og Strætó verið í miklum samskiptum við stofnunina vegna þessa. Rannsókn málsins standi þá enn yfir og gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstakilnga sem Strætó vinni upplýsingar um. Búið sé að loka til dæmis á aðgang tilgreindra IP talna og tilgreindra aðganga að kerfum Strætó. Ekkert bendi til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar, en ekki sé hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af tölvuþrjótunum.
Strætó Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira