Djokovic braut sóttvarnarreglur: Baðst afsökunar en talar um mannleg mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 08:30 Novak Djokovic á æfingu í Ástralíu þar sem hann er nú að undirbúa sig undir Opna ástralska meistaramótið. Getty/TPN Novak Djokovic viðurkenndi mistök við skráningu upplýsinga við komu sína til Ástralíu en í gær kom það fram í áströlskum fjölmiðlum að hann hafði ekki sagt rétt frá um ferðalag sitt til Spánar fyrir komu sína til Ástralíu. Djokovic sendi frá sér yfirlýsingu á meðan hann var að spila æfingaleik á móti tvítugum áströlskum tennisspilara. Dómstóll hafði úrskurðað Djokovic í hag og endurkallað vegabréfsáritun hans eftir að vegabréfaeftirlit Ástrala neitaði að hleypa honum inn í landið og lét hann dúsa á farsóttarhóteli yfir eina helgi. Novak Djokovic admits breaching isolation rules while Covid positivehttps://t.co/hOXjTthfJ8— BBC News (World) (@BBCWorld) January 12, 2022 Djokovic er ekki bólusettur og óbólusettir útlendingar mega ekki koma inn í landið. Serbneska tennisstjarnan fékk undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Dómstóll tók þá skýringu gilda og hleypti Djokovic inn í landið. Djokovic setti yfirlýsingu sína inn að Instagram og sagði vangaveltur um lygar og annað slíkt mjög særandi fyrir sig. Hann sagðist vilja koma málunum á hreinu og að réttar upplýsingar væru á borðinu. Djokovic hafði tekið hraðpróf dagana áður en hann fékk jákvæða prófið. Prófin tók hann til að gæta ítrustu varkárni af því að hann var einkennalaus. Hann baðst líka afsökunar á því að hafa brotið reglur um einangrun eftir að hann smitaðist þegar hann hitti blaðamann tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri smitaður. Það gerðist í Serbíu en hann gaf ekki upp réttar upplýsingar við komuna til Ástralíu. I m pleased and grateful that the Judge overturned my visa cancellation. Despite all that has happened,I want to stay and try to compete @AustralianOpen I remain focused on that. I flew here to play at one of the most important events we have in front of the amazing fans. pic.twitter.com/iJVbMfQ037— Novak Djokovic (@DjokerNole) January 10, 2022 Serbinn átti að láta að vita hvort að hann hefði farið til annars lands tveimur vikum fyrir ferðlag sitt og það hafði sést til hans bæði á Spáni og í Serbíu á þeim tíma. Djokovic sagði að teymi hans hafi sent inn eyðublaðið fyrir sína hönd og merkt í vitlausan kassa yfir ferðalög fjórtán dögum fyrir komuna til Ástralíu. „Þetta voru mannleg mistök og ekki gert viljandi. Teymi mitt hefur gefið áströlskum yfirvöldum upp viðbótarupplýsingar til að koma þessu á hreint,“ skrifaði Djokovic. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en Opna ástralska meistaramótið hefst á mánudaginn í næstu viku. View this post on Instagram A post shared by Novak Djokovic (@djokernole) Tennis Serbía Ástralía Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Djokovic sendi frá sér yfirlýsingu á meðan hann var að spila æfingaleik á móti tvítugum áströlskum tennisspilara. Dómstóll hafði úrskurðað Djokovic í hag og endurkallað vegabréfsáritun hans eftir að vegabréfaeftirlit Ástrala neitaði að hleypa honum inn í landið og lét hann dúsa á farsóttarhóteli yfir eina helgi. Novak Djokovic admits breaching isolation rules while Covid positivehttps://t.co/hOXjTthfJ8— BBC News (World) (@BBCWorld) January 12, 2022 Djokovic er ekki bólusettur og óbólusettir útlendingar mega ekki koma inn í landið. Serbneska tennisstjarnan fékk undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Dómstóll tók þá skýringu gilda og hleypti Djokovic inn í landið. Djokovic setti yfirlýsingu sína inn að Instagram og sagði vangaveltur um lygar og annað slíkt mjög særandi fyrir sig. Hann sagðist vilja koma málunum á hreinu og að réttar upplýsingar væru á borðinu. Djokovic hafði tekið hraðpróf dagana áður en hann fékk jákvæða prófið. Prófin tók hann til að gæta ítrustu varkárni af því að hann var einkennalaus. Hann baðst líka afsökunar á því að hafa brotið reglur um einangrun eftir að hann smitaðist þegar hann hitti blaðamann tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri smitaður. Það gerðist í Serbíu en hann gaf ekki upp réttar upplýsingar við komuna til Ástralíu. I m pleased and grateful that the Judge overturned my visa cancellation. Despite all that has happened,I want to stay and try to compete @AustralianOpen I remain focused on that. I flew here to play at one of the most important events we have in front of the amazing fans. pic.twitter.com/iJVbMfQ037— Novak Djokovic (@DjokerNole) January 10, 2022 Serbinn átti að láta að vita hvort að hann hefði farið til annars lands tveimur vikum fyrir ferðlag sitt og það hafði sést til hans bæði á Spáni og í Serbíu á þeim tíma. Djokovic sagði að teymi hans hafi sent inn eyðublaðið fyrir sína hönd og merkt í vitlausan kassa yfir ferðalög fjórtán dögum fyrir komuna til Ástralíu. „Þetta voru mannleg mistök og ekki gert viljandi. Teymi mitt hefur gefið áströlskum yfirvöldum upp viðbótarupplýsingar til að koma þessu á hreint,“ skrifaði Djokovic. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en Opna ástralska meistaramótið hefst á mánudaginn í næstu viku. View this post on Instagram A post shared by Novak Djokovic (@djokernole)
Tennis Serbía Ástralía Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira