Katy Perry ferðast til framtíðar í nýju tónlistarmyndbandi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. janúar 2022 15:30 Katy Perro og Alesso frumsýndu tónlistarmyndband við lagið When I'm Gone síðastliðinn mánudag. Myndbandið virðist eiga sér stað í óræðri framtíð. Instagram @katyperry Katy Perry sýnir öfluga danstakta með framúrstefnulegum víbrum í glænýju tónlistarmyndbandi við lagið When I’m Gone. Myndbandið var frumsýnt á íþróttastöðinni ESPN á mánudaginn síðastliðinn við hlé á ruðningsleiknum College Football Playoff National Championship. Þetta er í fyrsta sinn sem ESPN frumsýnir tónlistarmyndband á meðan að leikur er sýndur í beinni útsendingu. View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) Perry sendi lagið frá sér í samstarfi við plötusnúðinn Alesso og hin íslenska Alma Goodman átti stóran hlut í lagasmíðinni, eins og Vísir fjallaði um hér. Hefur lagið vakið mikla athygli á alheimsvísu og verður spennandi að fylgjast með velgengni Ölmu í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by A L M A G O O D M A N (@almagood) Í þessu splunkunýja tónlistarmyndbandi skartar Katy Perry fjölbreyttum klæðnaði og má þar meðal annars nefna fjólubláan samfesting með hanska í stíl. Atburðarásin virðist eiga sér stað á óræðum tíma í framtíðinni þar sem fram koma vélmenna hundar og umhverfið er vélrænt og tæknivætt. Ýmis listform mætast og hópur dansara sýnir öflugar listir sínar undir stjórn danshöfundarins Sean Bankhead. View this post on Instagram A post shared by Alesso (@alesso) Það hefur margt vatn runnið til sjávar hjá frú Perry eftir að hún gaf út sinn allra fyrsta smell I Kissed a Girl árið 2008. Hún er nú með residensíu í Las Vegas og nýjasta lagið hennar er að sjálfsögðu hluti af settinu. View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) Hér má svo sjá tónlistarmyndbandið við lagið When I'm Gone: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=N-4YMlihRf4">watch on YouTube</a> Tónlist Menning Hollywood Tengdar fréttir Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. 5. janúar 2022 07:30 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Myndbandið var frumsýnt á íþróttastöðinni ESPN á mánudaginn síðastliðinn við hlé á ruðningsleiknum College Football Playoff National Championship. Þetta er í fyrsta sinn sem ESPN frumsýnir tónlistarmyndband á meðan að leikur er sýndur í beinni útsendingu. View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) Perry sendi lagið frá sér í samstarfi við plötusnúðinn Alesso og hin íslenska Alma Goodman átti stóran hlut í lagasmíðinni, eins og Vísir fjallaði um hér. Hefur lagið vakið mikla athygli á alheimsvísu og verður spennandi að fylgjast með velgengni Ölmu í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by A L M A G O O D M A N (@almagood) Í þessu splunkunýja tónlistarmyndbandi skartar Katy Perry fjölbreyttum klæðnaði og má þar meðal annars nefna fjólubláan samfesting með hanska í stíl. Atburðarásin virðist eiga sér stað á óræðum tíma í framtíðinni þar sem fram koma vélmenna hundar og umhverfið er vélrænt og tæknivætt. Ýmis listform mætast og hópur dansara sýnir öflugar listir sínar undir stjórn danshöfundarins Sean Bankhead. View this post on Instagram A post shared by Alesso (@alesso) Það hefur margt vatn runnið til sjávar hjá frú Perry eftir að hún gaf út sinn allra fyrsta smell I Kissed a Girl árið 2008. Hún er nú með residensíu í Las Vegas og nýjasta lagið hennar er að sjálfsögðu hluti af settinu. View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) Hér má svo sjá tónlistarmyndbandið við lagið When I'm Gone: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=N-4YMlihRf4">watch on YouTube</a>
Tónlist Menning Hollywood Tengdar fréttir Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. 5. janúar 2022 07:30 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. 5. janúar 2022 07:30