Finnur Tómas er uppalinn hjá KR en var seldur til Norrköping í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann kom hins vegar að láni til KR á síðasta tímabili og nú er ljóst að þessi öflugi miðvörður verður með KR næstu árin.
Velkominn heim, Finnur Tómas. https://t.co/W2DKKusia4
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) January 13, 2022
Finnur lék sína fyrstu leiktíð með meistaraflokki KR sumarið 2019 og sló í gegn í vörn liðsins sem varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum. Hann hefur alls leikið 41 leik í efstu deild fyrir KR og skorað í þeim eitt mark.
Finnur lék sinn fyrsta A-landsleik í gær þegar hann var í byrjunarliði Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í Tyrklandi. Ísland mætir þar Suður-Kóreu í öðrum vináttulandsleik á laugardaginn.