Al Arabi hafði tapað þremur leikjum í röð og ekki unnið leik frá því að keppni hófst að nýju í deildinni, eftir að hlé var gert á henni snemma í nóvember.
Keppni hófst aftur á jóladag þegar Al Arabi gerði markalaust jafntefli við Al Gharafa, en liðið hafði svo tapað þremur leikjum fyrir leikinn í dag og dregist niður í 4. sæti eftir góða byrjun á tímabilinu.
Aron Einar lék allan leikinn í dag. Sigurmarkið skoraði Abdulqadir Ilyas á 26. mínútu.
# 1 - 0
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) January 13, 2022
| # _ _QNB pic.twitter.com/mkop0oRKCK
Al Arabi er nú með 23 stig í 4. sæti eftir 14 leiki, en Al Sadd er með 31 stig á toppnum og á 2-3 leiki til góða á næstu lið.