Sóttvarnir Drífa Snædal skrifar 14. janúar 2022 13:30 Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín. Fjöldi fólks hefur misst vinnu tímabundið eða jafnvel til lengri tíma. Margir hafa gengið á lífeyrissparnað sinn og eigið fé til að brúa hið fjárhagslega bil eða jafnvel þurft að steypa sér í skuldir. Fólk sem vinnur við að liðsinna viðkvæmum einstaklingum hefur þurft að lifa við harðari sóttvarnir til að stofna ekki skjólstæðingum sínum í hættu. Fólk í framlínunni hefur verið undir ómanneskjulegu álagi í allt of langan tíma í velferðarkerfi sem víða er undirmannað. Skólar á öllum skólastigum hafa ítrekað breytt starfsemi sinni og innleitt nýja kennsluhætti til að geta haldið menntun barna gangandi í gegnum heimsfaraldur. Vinnandi fólk hefur komið til móts við atvinnurekendur og vinnustaði með sóttvörnum, breytingu á vinnutilhögun, skipulagi orlofs og jafnvel grundvallarbreytingu á störfum. Við höfum almennt öll lagt okkar af mörkum til að samfélagið og atvinnulífið geti gengið áfram. Ein mikilvægasta ákvörðunin sem tekin hefur verið er að greiða laun í sóttkví þannig að það sé ekki fjárhagsleg spurning fyrir atvinnurekendur eða launafólk hvort fylgja eigi sóttvarnarlögum. Að auki var boðið uppá hlutabótaleið þannig að ráðningasamband myndi haldast þótt nauðsynlegt væri að draga tímabundið saman seglin. Flestar þessara aðgerða hafa tekist vel en það er ekki þar með sagt að fyrirtæki eigi heimtingu á ríkisstuðningi við þessar aðstæður. Fjöldi fyrirtækja hefur staðið ástandið vel af sér og eru jafnvel stöndugri í dag en fyrir tveimur árum síðan. Það er því ekki sanngjarnt að fyrirtæki fái skilyrðislausan stuðning úr okkar sameiginlegu sjóðum á þessum tímum og að innleiddar séu almennar aðgerðir sem gagnast jafnt þeim sem maka krókinn og hinum sem komast varla lífs af. Það er líka lágmark að þau fyrirtæki sem njóta stuðnings undirgangist skilyrði um að greiða ekki arð, eiga ekki aflandsfélög, kaupa ekki eigin hlutabréf eða stunda aðrar leiðir til að tryggja gróða fyrir hina fáu. Borið hefur á því að fyrirtæki óska eftir fólki í vinnu aftur þó það sé í sóttkví. Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt undanþágur frá sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og nú nýverið var reglum um sóttkví fyrir þríbólusetta einstaklinga breytt. ASÍ hefur borist fjöldi fyrirspurna vegna framferði atvinnurekenda gagnvart starfsfólki sínu í tengslum við sóttkví og bólusetningar. Því skal eftirfarandi áréttað: Atvinnurekendur eiga ekki heimtingu á upplýsingum um heilsufar eða bólusetningar starfsfólks nema í undantekningartilvikum þar sem starfsfólk vinnur til dæmis með viðkvæmum hópum. Atvinnurekendur geta ekki krafið fólk um að undirgangast bólusetningar eða farið fram á skýringar á því hvers vegna fólk er skikkað í sóttkví af sóttvarnaryfirvöldum. Ef launamanneskjan er í sóttkví, þá er hún í sóttkví og það ber atvinnurekanda að virða. Allt valdboð eða skipanir verða einungis til þess að samstaða um sóttvarnir brestur. Við höfum hingað til staðið saman um sóttvarnir og aðrar aðgerðir til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum. Höldum því áfram. Förum vel með okkur! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín. Fjöldi fólks hefur misst vinnu tímabundið eða jafnvel til lengri tíma. Margir hafa gengið á lífeyrissparnað sinn og eigið fé til að brúa hið fjárhagslega bil eða jafnvel þurft að steypa sér í skuldir. Fólk sem vinnur við að liðsinna viðkvæmum einstaklingum hefur þurft að lifa við harðari sóttvarnir til að stofna ekki skjólstæðingum sínum í hættu. Fólk í framlínunni hefur verið undir ómanneskjulegu álagi í allt of langan tíma í velferðarkerfi sem víða er undirmannað. Skólar á öllum skólastigum hafa ítrekað breytt starfsemi sinni og innleitt nýja kennsluhætti til að geta haldið menntun barna gangandi í gegnum heimsfaraldur. Vinnandi fólk hefur komið til móts við atvinnurekendur og vinnustaði með sóttvörnum, breytingu á vinnutilhögun, skipulagi orlofs og jafnvel grundvallarbreytingu á störfum. Við höfum almennt öll lagt okkar af mörkum til að samfélagið og atvinnulífið geti gengið áfram. Ein mikilvægasta ákvörðunin sem tekin hefur verið er að greiða laun í sóttkví þannig að það sé ekki fjárhagsleg spurning fyrir atvinnurekendur eða launafólk hvort fylgja eigi sóttvarnarlögum. Að auki var boðið uppá hlutabótaleið þannig að ráðningasamband myndi haldast þótt nauðsynlegt væri að draga tímabundið saman seglin. Flestar þessara aðgerða hafa tekist vel en það er ekki þar með sagt að fyrirtæki eigi heimtingu á ríkisstuðningi við þessar aðstæður. Fjöldi fyrirtækja hefur staðið ástandið vel af sér og eru jafnvel stöndugri í dag en fyrir tveimur árum síðan. Það er því ekki sanngjarnt að fyrirtæki fái skilyrðislausan stuðning úr okkar sameiginlegu sjóðum á þessum tímum og að innleiddar séu almennar aðgerðir sem gagnast jafnt þeim sem maka krókinn og hinum sem komast varla lífs af. Það er líka lágmark að þau fyrirtæki sem njóta stuðnings undirgangist skilyrði um að greiða ekki arð, eiga ekki aflandsfélög, kaupa ekki eigin hlutabréf eða stunda aðrar leiðir til að tryggja gróða fyrir hina fáu. Borið hefur á því að fyrirtæki óska eftir fólki í vinnu aftur þó það sé í sóttkví. Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt undanþágur frá sóttkví að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og nú nýverið var reglum um sóttkví fyrir þríbólusetta einstaklinga breytt. ASÍ hefur borist fjöldi fyrirspurna vegna framferði atvinnurekenda gagnvart starfsfólki sínu í tengslum við sóttkví og bólusetningar. Því skal eftirfarandi áréttað: Atvinnurekendur eiga ekki heimtingu á upplýsingum um heilsufar eða bólusetningar starfsfólks nema í undantekningartilvikum þar sem starfsfólk vinnur til dæmis með viðkvæmum hópum. Atvinnurekendur geta ekki krafið fólk um að undirgangast bólusetningar eða farið fram á skýringar á því hvers vegna fólk er skikkað í sóttkví af sóttvarnaryfirvöldum. Ef launamanneskjan er í sóttkví, þá er hún í sóttkví og það ber atvinnurekanda að virða. Allt valdboð eða skipanir verða einungis til þess að samstaða um sóttvarnir brestur. Við höfum hingað til staðið saman um sóttvarnir og aðrar aðgerðir til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum. Höldum því áfram. Förum vel með okkur! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun