Kallar eftir aldurskvóta á listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2022 19:30 Sverrir Norland, rithöfundur og listamannalaunaþegi. Skjáskot/Stöð 2 Rithöfundur telur að koma ætti á einhvers konar aldurskvóta við úthlutun listamannalauna. Hann óttast að ungir og efnilegir listamenn leiti á önnur mið, verði kerfið ekki endurskoðað. Alls fá 236 listamenn úr sex listgreinum úthlutað listamannalaunum í ár. Flestir, eða 80, eru úr hópi rithöfunda og þar af fá tólf full ritlaun í heilt ár. Þetta eru að mestu rótgrónir höfundar á borð við Andra Snæ Magnason, Hallgrím Helgason, Elísabetu Jökulsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Þá er vert að geta þess að listamannalaun hækka um 80 þúsund krónur á árinu. Þau verða um 490 þúsund krónur en voru áður um 410 þúsund. Þetta er gjarnan mjög umdeild úthlutun eins og við þekkjum flest og listamennirnir sjálfir hafa einnig verið nokkuð gagnrýnir. Hefur áhyggjur af flótta úr stéttinni Þeirra á meðal er rithöfundurinn Sverrir Norland, sem sjálfur fékk úthlutað þriggja mánaða ritlaunum í ár. Honum þykir ljóst af þessari nýjustu úthlutun að á brattann sé að sækja fyrir yngri höfunda, að eldri höfundunum alveg ólöstuðum. „Og ég hef áhyggjur af því að það mikla hæfileikafólk fari að gera eitthvað annað, fari í tæknibransann eða brenni út,“ segir Sverrir. „Fyrir 20 árum, jafnvel minna voru höfundar á mínum aldri eða yngri að fá launin í heilt ár, jafnvel þrjú ár. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að við eigum svona marga frábæra rithöfunda í dag, að það var hlúð svo vel að þeim snemma.“ Þá bendir Sverrir á að umsóknar- og úthlutunarferlið sé einkar ógagnsætt og enginn rökstuðningur fáist fyrir úthlutuðum mánaðafjölda. Hann fagnar því þó að menningarmálaráðherra hafi ákveðið að hækka launin en mikilvægt sé að fjölga þeim mánuðum sem í boði eru. „Það mætti eyrnamerkja fjörutíu, fimmtíu prósent undir einhverjum aldri. Og svo ef einhver fær launin eitt, tvö þrjú ár í röð þá sé það yfirlýsing, þannig að það sé einhver langtímasýn þarna að baki,“ segir Sverrir. Listamannalaun Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Alls fá 236 listamenn úr sex listgreinum úthlutað listamannalaunum í ár. Flestir, eða 80, eru úr hópi rithöfunda og þar af fá tólf full ritlaun í heilt ár. Þetta eru að mestu rótgrónir höfundar á borð við Andra Snæ Magnason, Hallgrím Helgason, Elísabetu Jökulsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Þá er vert að geta þess að listamannalaun hækka um 80 þúsund krónur á árinu. Þau verða um 490 þúsund krónur en voru áður um 410 þúsund. Þetta er gjarnan mjög umdeild úthlutun eins og við þekkjum flest og listamennirnir sjálfir hafa einnig verið nokkuð gagnrýnir. Hefur áhyggjur af flótta úr stéttinni Þeirra á meðal er rithöfundurinn Sverrir Norland, sem sjálfur fékk úthlutað þriggja mánaða ritlaunum í ár. Honum þykir ljóst af þessari nýjustu úthlutun að á brattann sé að sækja fyrir yngri höfunda, að eldri höfundunum alveg ólöstuðum. „Og ég hef áhyggjur af því að það mikla hæfileikafólk fari að gera eitthvað annað, fari í tæknibransann eða brenni út,“ segir Sverrir. „Fyrir 20 árum, jafnvel minna voru höfundar á mínum aldri eða yngri að fá launin í heilt ár, jafnvel þrjú ár. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að við eigum svona marga frábæra rithöfunda í dag, að það var hlúð svo vel að þeim snemma.“ Þá bendir Sverrir á að umsóknar- og úthlutunarferlið sé einkar ógagnsætt og enginn rökstuðningur fáist fyrir úthlutuðum mánaðafjölda. Hann fagnar því þó að menningarmálaráðherra hafi ákveðið að hækka launin en mikilvægt sé að fjölga þeim mánuðum sem í boði eru. „Það mætti eyrnamerkja fjörutíu, fimmtíu prósent undir einhverjum aldri. Og svo ef einhver fær launin eitt, tvö þrjú ár í röð þá sé það yfirlýsing, þannig að það sé einhver langtímasýn þarna að baki,“ segir Sverrir.
Listamannalaun Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03