N1 selur límgildrur sem óheimilt er að nota Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 16:54 Matvælastofnun hefur margoft vakið athygli á málinu Vísir/Getty Fyrirtækið N1 selur sérstakar límgildrur sem Matvælastofnun hefur sagt að samræmist ekki lögum um dýravelferð. Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita aðferðum við aflífun dýra, sem valda þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent