Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. janúar 2022 18:30 Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun