Sara hætti keppni í Miami en sagði ekki af hverju: Sóla á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 09:01 Sara Sigmundsdóttir entist bara í þrjár greinar á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Instagram/@wodapalooza Sara Sigmundsdóttir kláraði ekki Wodapalooza CrossFit mótið í Miami um helgina en hún varð að hætta keppni eftir tvo daga af þessu fjögurra daga móti. Sólveig Sigurðardóttur komst aftur á móti á verðlaunapall í liðakeppni kvenna. Sólveig Sigurðardóttir átti mjög flotta helgi á Flórída en hún var að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni. Þær kepptu undir merkjum GOWOD. Norðurlandaliðið stóð sig frábærlega og náði þriðja sætinu. Stelpurnar lentu í smá vandræðum fjórða og síðasta daginn en héldu sæti sínu á pallinum. View this post on Instagram A post shared by Julie Houga rd Nielsen (@julie.hn) Það voru ekki eins góðar fréttir af hinum Íslendingnum á mótinu. Sara Sigmundsdóttir hefur brunað til baka í alvöruna og virðist hafa verið að flýta sér aðeins of mikið. Hún hætti keppni á Wodapalooza eftir aðeins þrjár greinar. Sara sagði frá þessu í stuttri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en gaf þó ekkert upp um það af hverju hún þurftu að hætta keppni. „Það hefur verið svo gaman að vera aftur á keppnisgólfinu í Miami og ég er því leið yfir því að þurfa að tilkynna það að ég verði að hætta keppni á Wodapalooza. Ég mun segja meira frá því sem var í gangi hjá mér á næstu dögum. Takk allir fyrir ást og stuðning,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það lítur samt út fyrir álagið á hana hafi verið of mikið á Söru að keppa á tveimur stórum CrossFit mótum á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hún byrjaði mótið í Miami ágætlega, varð fimmta í fyrstu grein og sjöunda í annarri grein. Í þriðju greininni náði hún aðeins þrítugasta sæti og það var hennar síðasta keppnisgrein á mótinu. Sara hafði endað í sjöunda sæti á mótinu í Dúbaí í desember þar sem hún leit mjög vel út á lokadeginum. Það var aftur á móti innan við mánuður á milli mótanna. Patrick Vellner vann karlakeppni mótsins en þeir Alexandre Caron og Samuel Cournoyer komust líka á pall. Emma Mcquaid tryggði sér sigurinn í lokin í kvennakeppninni en Bethany Shadburne varð önnur og Arielle Loewen þriðja. Ástralinn Ellie Turner, sem var í forystu nær allt mótið, féll niður um fimm sæti eftir hörmulega næstsíðustu grein og endaði að lokum sjötta. View this post on Instagram A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Sjá meira
Sólveig Sigurðardóttir átti mjög flotta helgi á Flórída en hún var að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni. Þær kepptu undir merkjum GOWOD. Norðurlandaliðið stóð sig frábærlega og náði þriðja sætinu. Stelpurnar lentu í smá vandræðum fjórða og síðasta daginn en héldu sæti sínu á pallinum. View this post on Instagram A post shared by Julie Houga rd Nielsen (@julie.hn) Það voru ekki eins góðar fréttir af hinum Íslendingnum á mótinu. Sara Sigmundsdóttir hefur brunað til baka í alvöruna og virðist hafa verið að flýta sér aðeins of mikið. Hún hætti keppni á Wodapalooza eftir aðeins þrjár greinar. Sara sagði frá þessu í stuttri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en gaf þó ekkert upp um það af hverju hún þurftu að hætta keppni. „Það hefur verið svo gaman að vera aftur á keppnisgólfinu í Miami og ég er því leið yfir því að þurfa að tilkynna það að ég verði að hætta keppni á Wodapalooza. Ég mun segja meira frá því sem var í gangi hjá mér á næstu dögum. Takk allir fyrir ást og stuðning,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það lítur samt út fyrir álagið á hana hafi verið of mikið á Söru að keppa á tveimur stórum CrossFit mótum á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hún byrjaði mótið í Miami ágætlega, varð fimmta í fyrstu grein og sjöunda í annarri grein. Í þriðju greininni náði hún aðeins þrítugasta sæti og það var hennar síðasta keppnisgrein á mótinu. Sara hafði endað í sjöunda sæti á mótinu í Dúbaí í desember þar sem hún leit mjög vel út á lokadeginum. Það var aftur á móti innan við mánuður á milli mótanna. Patrick Vellner vann karlakeppni mótsins en þeir Alexandre Caron og Samuel Cournoyer komust líka á pall. Emma Mcquaid tryggði sér sigurinn í lokin í kvennakeppninni en Bethany Shadburne varð önnur og Arielle Loewen þriðja. Ástralinn Ellie Turner, sem var í forystu nær allt mótið, féll niður um fimm sæti eftir hörmulega næstsíðustu grein og endaði að lokum sjötta. View this post on Instagram A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn