Sara hætti keppni í Miami en sagði ekki af hverju: Sóla á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 09:01 Sara Sigmundsdóttir entist bara í þrjár greinar á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Instagram/@wodapalooza Sara Sigmundsdóttir kláraði ekki Wodapalooza CrossFit mótið í Miami um helgina en hún varð að hætta keppni eftir tvo daga af þessu fjögurra daga móti. Sólveig Sigurðardóttur komst aftur á móti á verðlaunapall í liðakeppni kvenna. Sólveig Sigurðardóttir átti mjög flotta helgi á Flórída en hún var að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni. Þær kepptu undir merkjum GOWOD. Norðurlandaliðið stóð sig frábærlega og náði þriðja sætinu. Stelpurnar lentu í smá vandræðum fjórða og síðasta daginn en héldu sæti sínu á pallinum. View this post on Instagram A post shared by Julie Houga rd Nielsen (@julie.hn) Það voru ekki eins góðar fréttir af hinum Íslendingnum á mótinu. Sara Sigmundsdóttir hefur brunað til baka í alvöruna og virðist hafa verið að flýta sér aðeins of mikið. Hún hætti keppni á Wodapalooza eftir aðeins þrjár greinar. Sara sagði frá þessu í stuttri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en gaf þó ekkert upp um það af hverju hún þurftu að hætta keppni. „Það hefur verið svo gaman að vera aftur á keppnisgólfinu í Miami og ég er því leið yfir því að þurfa að tilkynna það að ég verði að hætta keppni á Wodapalooza. Ég mun segja meira frá því sem var í gangi hjá mér á næstu dögum. Takk allir fyrir ást og stuðning,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það lítur samt út fyrir álagið á hana hafi verið of mikið á Söru að keppa á tveimur stórum CrossFit mótum á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hún byrjaði mótið í Miami ágætlega, varð fimmta í fyrstu grein og sjöunda í annarri grein. Í þriðju greininni náði hún aðeins þrítugasta sæti og það var hennar síðasta keppnisgrein á mótinu. Sara hafði endað í sjöunda sæti á mótinu í Dúbaí í desember þar sem hún leit mjög vel út á lokadeginum. Það var aftur á móti innan við mánuður á milli mótanna. Patrick Vellner vann karlakeppni mótsins en þeir Alexandre Caron og Samuel Cournoyer komust líka á pall. Emma Mcquaid tryggði sér sigurinn í lokin í kvennakeppninni en Bethany Shadburne varð önnur og Arielle Loewen þriðja. Ástralinn Ellie Turner, sem var í forystu nær allt mótið, féll niður um fimm sæti eftir hörmulega næstsíðustu grein og endaði að lokum sjötta. View this post on Instagram A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Sólveig Sigurðardóttir átti mjög flotta helgi á Flórída en hún var að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni. Þær kepptu undir merkjum GOWOD. Norðurlandaliðið stóð sig frábærlega og náði þriðja sætinu. Stelpurnar lentu í smá vandræðum fjórða og síðasta daginn en héldu sæti sínu á pallinum. View this post on Instagram A post shared by Julie Houga rd Nielsen (@julie.hn) Það voru ekki eins góðar fréttir af hinum Íslendingnum á mótinu. Sara Sigmundsdóttir hefur brunað til baka í alvöruna og virðist hafa verið að flýta sér aðeins of mikið. Hún hætti keppni á Wodapalooza eftir aðeins þrjár greinar. Sara sagði frá þessu í stuttri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en gaf þó ekkert upp um það af hverju hún þurftu að hætta keppni. „Það hefur verið svo gaman að vera aftur á keppnisgólfinu í Miami og ég er því leið yfir því að þurfa að tilkynna það að ég verði að hætta keppni á Wodapalooza. Ég mun segja meira frá því sem var í gangi hjá mér á næstu dögum. Takk allir fyrir ást og stuðning,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það lítur samt út fyrir álagið á hana hafi verið of mikið á Söru að keppa á tveimur stórum CrossFit mótum á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hún byrjaði mótið í Miami ágætlega, varð fimmta í fyrstu grein og sjöunda í annarri grein. Í þriðju greininni náði hún aðeins þrítugasta sæti og það var hennar síðasta keppnisgrein á mótinu. Sara hafði endað í sjöunda sæti á mótinu í Dúbaí í desember þar sem hún leit mjög vel út á lokadeginum. Það var aftur á móti innan við mánuður á milli mótanna. Patrick Vellner vann karlakeppni mótsins en þeir Alexandre Caron og Samuel Cournoyer komust líka á pall. Emma Mcquaid tryggði sér sigurinn í lokin í kvennakeppninni en Bethany Shadburne varð önnur og Arielle Loewen þriðja. Ástralinn Ellie Turner, sem var í forystu nær allt mótið, féll niður um fimm sæti eftir hörmulega næstsíðustu grein og endaði að lokum sjötta. View this post on Instagram A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira