Segir ekki standa til að stækka starfsemi Ísteka þrátt fyrir leyfi Umhverfisstofnunar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. janúar 2022 13:30 Arnþór Guðlaugsson Framkvæmdastjóri Ísteka segir að þau hafi engin áform um stækkun starfseminnar þrátt fyrir að nýútgefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar geri ráð fyrir því. Hann hafnar því að Ísteka stefni á að allt að fjórfalda starfsemi sína og segir það ekki raunhæft á þessum tíma. Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór. Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór.
Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09