Marokkó tryggði sér sigur í C-riðli | Gana úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 20:53 Marokkó náði í jafntefli gegn Gabon í kvöld og tryggði sér þar með sigur í C-riðli Afríkumótsins. EPA-EFE/Jalal Morchidi Keppni í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Marokkó tryggði sér sigur í riðlinum með 2-2 jafntefli gegn Gana og Gana endar í neðsta sæti riðilsins eftir 3-2 tap gegn Kómoreyjum. Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira