André Leon Talley er fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 07:29 André Leon Talley var einn dómara í fjórtándu til sautjándu þáttaröð sjónvarpsþáttanna America‘s Top Model, á árunum 2010 til 2011. EPA André Leon Talley, tískublaðamaður og fyrrverandi stjórnandi hjá bandaríska tímaritinu Vogue, er látinn, 73 ára að aldri. Það var TMZ sem greindi fyrst frá andlátinu en Talley á að hafa andast á sjúkrahúsi í New York í gær. Ekki liggur fyrir hvað dró Talley til dauða. Talley var mjög mikilvægur hlekkur í starfsemi Vogue á níunda og tíunda áratugnum og er talinn hafa átt ríkan þátt í að greiða leið svartra fyrirsæta í tískuheiminum. Starfaði hann fyrst sem fréttaritstjóri og síðar sem listrænn stjórnandi, undir ritstjórn Önnu Wintour. Í frétt Guardian segir að hann hafi hætt hjá Vogue og flust til Parísar árið 1995 þar sem hann hóf störf hjá tímaritinu W. Árið 1998 sneri hann aftur til Vogue og starfaði þar allt til ársins 2013. Hann var sömuleiðis einn dómara í fjórtándu til sautjándu þáttaröð sjónvarpsþáttanna America‘s Top Model, á árunum 2010 til 2011. Bandaríkin Andlát Fjölmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það var TMZ sem greindi fyrst frá andlátinu en Talley á að hafa andast á sjúkrahúsi í New York í gær. Ekki liggur fyrir hvað dró Talley til dauða. Talley var mjög mikilvægur hlekkur í starfsemi Vogue á níunda og tíunda áratugnum og er talinn hafa átt ríkan þátt í að greiða leið svartra fyrirsæta í tískuheiminum. Starfaði hann fyrst sem fréttaritstjóri og síðar sem listrænn stjórnandi, undir ritstjórn Önnu Wintour. Í frétt Guardian segir að hann hafi hætt hjá Vogue og flust til Parísar árið 1995 þar sem hann hóf störf hjá tímaritinu W. Árið 1998 sneri hann aftur til Vogue og starfaði þar allt til ársins 2013. Hann var sömuleiðis einn dómara í fjórtándu til sautjándu þáttaröð sjónvarpsþáttanna America‘s Top Model, á árunum 2010 til 2011.
Bandaríkin Andlát Fjölmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira