Rútuferðir Airport Direct ekki almenningssamgöngur og ættu að rukka vask Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:57 Airport Direct hefur hingað til ekki innheimt vask af rútumiðunum. Vísir/Vilhelm Rútuferðir Airport Direct milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur teljast ekki til almenningssamganga að mati Skattsins. Rútufyrirtækið hefur undanfarin ár ekki innheimt virðisaukaskatt af farmiðasölunni ólíkt keppinautunum. Flugrútan sem Kynnisferðir reka og Airport Express á vegum Gray Line innheimta 11 prósent vsk af sínum farmiðum. Eftir því sem næst verður komist veita fyrirtækin sömu þjónustu, sem er akstur með farþega milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur. Vegna virðisaukaskattsleysisins hjá Airport Direct eru fargjöld Flugrútunnar og Airport Express hærri en hjá Airport Direct en bæði Flugrúturnar og Airport Express fá minna í sinn hlut vegna virðisaukaskattsins sem það innheimtir og skilar í ríkissjóð. Forsvarsmenn Flugrútunnar kvörtuðu árið 2020 til Ríkisskattstjóra vegna þessa og óskuðu eftir umsögn um það hvort sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli væru undanþegnar virðisaukaskatti eða ekki. Fram kemur í frétt Túrista.is að Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, segi í dag að eftir athugun á málinu sé það niðurstaða Skattsins að ferðirnar sem um ræðir flokkist ekki sem almenningssamgöngur. Ekki sé þó hægt að segja til um næstu skref málsins. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að Kynnisferðir hefðu metið það svo að flugvallaaksturinn teldist ekki til almenningssamganga. „Við höfum metið það svo að þetta bæri okkur að gera. Þegar og eftir að Hópferðabílar fóru inn í virðisaukaskattskerfið 2016, en fyrir þann tíma var akstur hópferðabíla undanþeginn eins og leigubílar sem eru ekki í vsk kerfinu. En, eftir 2016 fórum við inn í vsk kerfið og höfum verið með allan okkar rekstur inni í því kerfi, sem snýr að rútuakstri,“ sagði Björn. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Flugrútan sem Kynnisferðir reka og Airport Express á vegum Gray Line innheimta 11 prósent vsk af sínum farmiðum. Eftir því sem næst verður komist veita fyrirtækin sömu þjónustu, sem er akstur með farþega milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur. Vegna virðisaukaskattsleysisins hjá Airport Direct eru fargjöld Flugrútunnar og Airport Express hærri en hjá Airport Direct en bæði Flugrúturnar og Airport Express fá minna í sinn hlut vegna virðisaukaskattsins sem það innheimtir og skilar í ríkissjóð. Forsvarsmenn Flugrútunnar kvörtuðu árið 2020 til Ríkisskattstjóra vegna þessa og óskuðu eftir umsögn um það hvort sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli væru undanþegnar virðisaukaskatti eða ekki. Fram kemur í frétt Túrista.is að Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, segi í dag að eftir athugun á málinu sé það niðurstaða Skattsins að ferðirnar sem um ræðir flokkist ekki sem almenningssamgöngur. Ekki sé þó hægt að segja til um næstu skref málsins. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að Kynnisferðir hefðu metið það svo að flugvallaaksturinn teldist ekki til almenningssamganga. „Við höfum metið það svo að þetta bæri okkur að gera. Þegar og eftir að Hópferðabílar fóru inn í virðisaukaskattskerfið 2016, en fyrir þann tíma var akstur hópferðabíla undanþeginn eins og leigubílar sem eru ekki í vsk kerfinu. En, eftir 2016 fórum við inn í vsk kerfið og höfum verið með allan okkar rekstur inni í því kerfi, sem snýr að rútuakstri,“ sagði Björn.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira