„Augljóslega er þetta ekki gott“ Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2022 12:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. Það er lítið vatn í uppistöðulónunum og þaðan af minni raforku til að dreifa úr virkjunum landsins. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi aðila sem hefur samið þannig við Landsvirkjun að skerða megi orkuna til þeirra þegar hún er af skornum skammti, er að brenna olíu til að knýja starfsemi sína. Loðnubræðslur eru þar á meðal og nú þurfa Vestfirðingar að sæta skerðingum til kyndingar á heimilum. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að komið geti til skerðingar á orku til reksturs ferjunnar Herjólfs. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir ýmislegt þurfa að gera í málaflokknum. Einfalda regluverk um breytingar á flutningskerfi orku, enda snúist þetta ekki bara um virkjanir, heldur einkum flutningskerfið. „Síðan veit ég að á þingmálaskrá umhverfis- og loftslagsráðherra er frumvarp sem snýst um það að það verði hægt að einfalda ferla við að stækka núverandi virkjanir, sem ég held að sé mjög skynsamleg ráðstöfun,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir: „Ég held að það hafi komið nokkuð kröftugar í bakið á okkur að við höfum gert minna á síðastliðnum árum og umræðan hefur verið þannig að það hafi ekki þurft. En svo kemur í ljós þegar veðráttan er óhagstæð að orkuþörfin er fyrir hendi og hún vex hratt. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand.“ Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að bjóða Vestfirðingum upp á þessi skilyrði, að kyndingin muni kosta um 70.000 krónur á hvern íbúa næstu fjóra mánuði. „Augljóslega er þetta ekki gott. Eins og ég segi hefur ráðherrann aðgerðir í undirbúningi bæði til lengri tíma og skemmri tíma, en þar þarf auðvitað að bæði að horfa á flutningskerfið sjálft, lagaumhverfið og síðan framleiðslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stóriðja Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Það er lítið vatn í uppistöðulónunum og þaðan af minni raforku til að dreifa úr virkjunum landsins. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi aðila sem hefur samið þannig við Landsvirkjun að skerða megi orkuna til þeirra þegar hún er af skornum skammti, er að brenna olíu til að knýja starfsemi sína. Loðnubræðslur eru þar á meðal og nú þurfa Vestfirðingar að sæta skerðingum til kyndingar á heimilum. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að komið geti til skerðingar á orku til reksturs ferjunnar Herjólfs. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir ýmislegt þurfa að gera í málaflokknum. Einfalda regluverk um breytingar á flutningskerfi orku, enda snúist þetta ekki bara um virkjanir, heldur einkum flutningskerfið. „Síðan veit ég að á þingmálaskrá umhverfis- og loftslagsráðherra er frumvarp sem snýst um það að það verði hægt að einfalda ferla við að stækka núverandi virkjanir, sem ég held að sé mjög skynsamleg ráðstöfun,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir: „Ég held að það hafi komið nokkuð kröftugar í bakið á okkur að við höfum gert minna á síðastliðnum árum og umræðan hefur verið þannig að það hafi ekki þurft. En svo kemur í ljós þegar veðráttan er óhagstæð að orkuþörfin er fyrir hendi og hún vex hratt. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand.“ Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að bjóða Vestfirðingum upp á þessi skilyrði, að kyndingin muni kosta um 70.000 krónur á hvern íbúa næstu fjóra mánuði. „Augljóslega er þetta ekki gott. Eins og ég segi hefur ráðherrann aðgerðir í undirbúningi bæði til lengri tíma og skemmri tíma, en þar þarf auðvitað að bæði að horfa á flutningskerfið sjálft, lagaumhverfið og síðan framleiðslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stóriðja Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10