Skortir orku? Orri Páll Jóhannsson skrifar 24. janúar 2022 07:01 Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla. En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frekari orku vegna orkuskipta þegar fram í sækir, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í nýlegu viðtali, þá erum við að horfa til næstu áratuga í því samhengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfirlögðu ráði, leggja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til grundvallar og treysta náttúruvernd. Forgangsröðum orku í þágu orkuskipta Okkur er ljóst að maðurinn hefur gengið freklega á gæði Jarðar, eytt um efni fram og tekið vanhugsaðar ákvarðanir í sína þágu án þess að huga að heildarsamhengi hlutanna, hvað þá öðrum lífverum. Loftslagsváin er ein afleiðing þessa. Það er brýnt að við komum okkur saman um forgangsröðun í hvað þurfi orku og þá hversu mikillar orku þarf að afla til viðbótar. Velflest erum við sammála um að orkuskiptin séu einn af lyklunum til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Á sama tíma þurfum við að tryggja réttlát umskipti þeirra óumflýjanlegu samfélagsbreytinga sem fylgja nýrri nálgun. Um þetta vitnar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Nýr orkumálastjóri gerir anga þessarar umræðu að umtalsefni í nýlegri grein hér á vísi.is. Þar bendir hún á að það sé ekki gefið að aukin orkuframleiðsla eða fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í auknum árangri í orkuskiptum. Krafan á orkufyrirtæki að hámarka hagnað í þágu eigenda sinna fer ekki endilega saman með því að íbúum og smærri fyrirtækjum á köldum svæðum séu tryggð raforka. Hvað þá smáiðnaði sem stuðlar að grænni atvinnuuppbyggingu, grænmetisbændum eða fjölskyldum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Ég tek því heilshugar undir með orkumálastjóra sem segir þörf á að kortleggja orkumarkaðinn og skapa lagaumgjörð sem tryggi að framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta. Þannig má tryggja að við náum markmiðum okkar um að verða óháð jarðefnaeldsneyti og kolefnishlutlaus árið 2040. Orkuskipti með náttúruvernd í huga Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á loftslagsmál. Kveðið er á um að gæta verði hagsmuna núverandi og komandi kynslóða og að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi með jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Það er ekki gert með því að ráðast í stórvirkar virkjanaframkvæmdir í anda liðinnar tíðar. Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðslega fram í orkuöflun gagnvart viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Við ætlum sannarlega að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkjanir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd, bæta nýtingu í virkjunum sem þegar hafa verið reistar og takmarka orkutap í orkukerfinu en ekki einungis horfa til hagnaðar eigenda orkufyrirtækjanna í krónum talið. Náttúra landsins, rétt eins og orkan, er verðmæt en takmörkuð gæði. Okkur ber að fara vel með hvor tveggja og hugsa lausnir marga áratugi fram í tímann en ekki til skamms tíma. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla. En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frekari orku vegna orkuskipta þegar fram í sækir, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í nýlegu viðtali, þá erum við að horfa til næstu áratuga í því samhengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfirlögðu ráði, leggja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til grundvallar og treysta náttúruvernd. Forgangsröðum orku í þágu orkuskipta Okkur er ljóst að maðurinn hefur gengið freklega á gæði Jarðar, eytt um efni fram og tekið vanhugsaðar ákvarðanir í sína þágu án þess að huga að heildarsamhengi hlutanna, hvað þá öðrum lífverum. Loftslagsváin er ein afleiðing þessa. Það er brýnt að við komum okkur saman um forgangsröðun í hvað þurfi orku og þá hversu mikillar orku þarf að afla til viðbótar. Velflest erum við sammála um að orkuskiptin séu einn af lyklunum til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Á sama tíma þurfum við að tryggja réttlát umskipti þeirra óumflýjanlegu samfélagsbreytinga sem fylgja nýrri nálgun. Um þetta vitnar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Nýr orkumálastjóri gerir anga þessarar umræðu að umtalsefni í nýlegri grein hér á vísi.is. Þar bendir hún á að það sé ekki gefið að aukin orkuframleiðsla eða fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í auknum árangri í orkuskiptum. Krafan á orkufyrirtæki að hámarka hagnað í þágu eigenda sinna fer ekki endilega saman með því að íbúum og smærri fyrirtækjum á köldum svæðum séu tryggð raforka. Hvað þá smáiðnaði sem stuðlar að grænni atvinnuuppbyggingu, grænmetisbændum eða fjölskyldum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Ég tek því heilshugar undir með orkumálastjóra sem segir þörf á að kortleggja orkumarkaðinn og skapa lagaumgjörð sem tryggi að framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta. Þannig má tryggja að við náum markmiðum okkar um að verða óháð jarðefnaeldsneyti og kolefnishlutlaus árið 2040. Orkuskipti með náttúruvernd í huga Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á loftslagsmál. Kveðið er á um að gæta verði hagsmuna núverandi og komandi kynslóða og að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi með jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Það er ekki gert með því að ráðast í stórvirkar virkjanaframkvæmdir í anda liðinnar tíðar. Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðslega fram í orkuöflun gagnvart viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Við ætlum sannarlega að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkjanir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd, bæta nýtingu í virkjunum sem þegar hafa verið reistar og takmarka orkutap í orkukerfinu en ekki einungis horfa til hagnaðar eigenda orkufyrirtækjanna í krónum talið. Náttúra landsins, rétt eins og orkan, er verðmæt en takmörkuð gæði. Okkur ber að fara vel með hvor tveggja og hugsa lausnir marga áratugi fram í tímann en ekki til skamms tíma. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun