Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2022 10:10 Sölvi Blöndal mun áfram stýra teymi starfsfólks útgáfunnar. Aðsend Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. Með kaupunum er útgáfuréttur tónlistarinnar komin í erlenda eigu. Má nefna Stuðmenn, Bubba og Bó sem dæmi, Ellý Vilhjálms og Hauk Morthens og þar lengi fram eftir götunum. Eru það helst risar á borð við Björk og Sigur Rós sem ekki falla þar undir og ýmsir sjálfstæðir útgefendur. Ekki kemur fram í tilkynningu hvert kaupverðið er. Þar segir að dagleg starfsemi Öldu Music verði óbreytt og mun Sölvi Blöndal áfram stýra teymi starfsfólks útgáfunnar, auk þess að leiða samruna Öldu við Universal Music/InGrooves. Markmiðið er að efla útgáfuna enn frekar og sækja fram með íslenska tónlistarútgáfu og kynningu á nýrri tónlist, hér á landi sem erlendis. Alda stofnuð árið 2016 Alda Music var stofnuð árið 2016 af tónlistarmönnunum Sölva Blöndal og Ólafi Arnalds ásamt fleirum. Á þessum sex árum sem liðin eru, hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og er í dag með afar umfangsmikla starfsemi í útgáfu og dreifingu. Fyrirtækið hefur stóran og fjölbreyttan hóp kunnra listamanna á samningi hjá sér og hefur einnig lagt áherslu á að koma auga á og vinna með nýju og upprennandi tónlistarfólki. Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music, segir mikið tækifæri að fá að vinna með öflugasta tónlistarfyrirtæki heims. „Íslensk tónlist hefur sjaldan átt fleiri og stærri farvegi til heimsins en ég get ekki hugsað mér betri samstarfsaðila en Universal Music/InGrooves í því verkefni að koma henni enn betur á framfæri. Við munum engu að síður halda áfram að gera okkar til að styðja við grasrótina, sem er og verður undirstaða nýsköpunar í íslenskri tónlist. Samtímis aukast möguleikar okkar til að markaðssetja bæði nýja og eldri tónlist til muna með aðkomu Universal – þau eru algjörlega leiðandi markaðs- og útgáfufyrirtæki á sviði tónlistar í heiminum í dag.“ Opna aðgang fyrir íslenska listamenn Frank Briegmann, stjórnarformaður og forstjóri Universal Music Central Europe & Deutsche Grammophon, býður Öldu Music hjartanlega velkomna í norrænu fjölskylduna hjá Universal Music. „Alda var að okkar mati rétti samstarfsaðilinn fyrir Ingrooves á Íslandi. Kaupin veita okkur tækifæri til að aðstoða íslenska listamenn og opna þeim aðgang að mikilli tækniþekkingu sem byggst hefur upp hjá Universal og Ingrooves. Þekking á sviði dreifingar og markaðssetningar getur gert gæfumuninn við að ná til nýrra áheyrenda og okkar innkoma verður vonandi lyftistöng fyrir allt það fólk sem starfar við tónlistarsköpun á Íslandi. Sölvi og hans samstarfsfólk hafa byggt upp farsælt útgáfufyrirtæki, Öldu, sem er með afar stóran hóp listamanna innan sinna vébanda og þessi kaup staðfesta þá ómældu trú sem við höfum á framtíð íslensku tónlistarsenunnar og möguleikum hennar til að láta enn frekar til sín taka á alþjóðlegum markaði.“ Bob Roback, forstjóri Ingrooves dreifingarfyrirtækisins (í eigu Universal Music Group), segir að Ísland hafi alltaf gegnt veigamiklu hlutverki í alþjóðlegu tónlistarsenunni. „Á aðeins nokkrum árum hafa Sölvi og samstarfsfólk hans hjá Öldu Music byggt upp langöflugasta útgáfu- og dreifingarfyrirtæki landsins sem er með magnað úrval tónlistarfólks á sínum snærum. Við hlökkum til að vinna náið með þessum listamönnum og styðja um leið enn betur við grasrótarsenuna í tónlist á Íslandi. Við viljum eiga þátt í að skapa enn frekari tækifæri fyrir þetta tónlistarfólk, bæði innan Íslands og utan.“ Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Neytendur Tengdar fréttir „Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06 Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. Með kaupunum er útgáfuréttur tónlistarinnar komin í erlenda eigu. Má nefna Stuðmenn, Bubba og Bó sem dæmi, Ellý Vilhjálms og Hauk Morthens og þar lengi fram eftir götunum. Eru það helst risar á borð við Björk og Sigur Rós sem ekki falla þar undir og ýmsir sjálfstæðir útgefendur. Ekki kemur fram í tilkynningu hvert kaupverðið er. Þar segir að dagleg starfsemi Öldu Music verði óbreytt og mun Sölvi Blöndal áfram stýra teymi starfsfólks útgáfunnar, auk þess að leiða samruna Öldu við Universal Music/InGrooves. Markmiðið er að efla útgáfuna enn frekar og sækja fram með íslenska tónlistarútgáfu og kynningu á nýrri tónlist, hér á landi sem erlendis. Alda stofnuð árið 2016 Alda Music var stofnuð árið 2016 af tónlistarmönnunum Sölva Blöndal og Ólafi Arnalds ásamt fleirum. Á þessum sex árum sem liðin eru, hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og er í dag með afar umfangsmikla starfsemi í útgáfu og dreifingu. Fyrirtækið hefur stóran og fjölbreyttan hóp kunnra listamanna á samningi hjá sér og hefur einnig lagt áherslu á að koma auga á og vinna með nýju og upprennandi tónlistarfólki. Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music, segir mikið tækifæri að fá að vinna með öflugasta tónlistarfyrirtæki heims. „Íslensk tónlist hefur sjaldan átt fleiri og stærri farvegi til heimsins en ég get ekki hugsað mér betri samstarfsaðila en Universal Music/InGrooves í því verkefni að koma henni enn betur á framfæri. Við munum engu að síður halda áfram að gera okkar til að styðja við grasrótina, sem er og verður undirstaða nýsköpunar í íslenskri tónlist. Samtímis aukast möguleikar okkar til að markaðssetja bæði nýja og eldri tónlist til muna með aðkomu Universal – þau eru algjörlega leiðandi markaðs- og útgáfufyrirtæki á sviði tónlistar í heiminum í dag.“ Opna aðgang fyrir íslenska listamenn Frank Briegmann, stjórnarformaður og forstjóri Universal Music Central Europe & Deutsche Grammophon, býður Öldu Music hjartanlega velkomna í norrænu fjölskylduna hjá Universal Music. „Alda var að okkar mati rétti samstarfsaðilinn fyrir Ingrooves á Íslandi. Kaupin veita okkur tækifæri til að aðstoða íslenska listamenn og opna þeim aðgang að mikilli tækniþekkingu sem byggst hefur upp hjá Universal og Ingrooves. Þekking á sviði dreifingar og markaðssetningar getur gert gæfumuninn við að ná til nýrra áheyrenda og okkar innkoma verður vonandi lyftistöng fyrir allt það fólk sem starfar við tónlistarsköpun á Íslandi. Sölvi og hans samstarfsfólk hafa byggt upp farsælt útgáfufyrirtæki, Öldu, sem er með afar stóran hóp listamanna innan sinna vébanda og þessi kaup staðfesta þá ómældu trú sem við höfum á framtíð íslensku tónlistarsenunnar og möguleikum hennar til að láta enn frekar til sín taka á alþjóðlegum markaði.“ Bob Roback, forstjóri Ingrooves dreifingarfyrirtækisins (í eigu Universal Music Group), segir að Ísland hafi alltaf gegnt veigamiklu hlutverki í alþjóðlegu tónlistarsenunni. „Á aðeins nokkrum árum hafa Sölvi og samstarfsfólk hans hjá Öldu Music byggt upp langöflugasta útgáfu- og dreifingarfyrirtæki landsins sem er með magnað úrval tónlistarfólks á sínum snærum. Við hlökkum til að vinna náið með þessum listamönnum og styðja um leið enn betur við grasrótarsenuna í tónlist á Íslandi. Við viljum eiga þátt í að skapa enn frekari tækifæri fyrir þetta tónlistarfólk, bæði innan Íslands og utan.“
Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Neytendur Tengdar fréttir „Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06 Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06
Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00