Einn látinn eftir skotárásina í Þýskalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 15:58 Lögregla skoðar skotvopnið sem árásarmaðurinn beitti á vettvangi. Getty/Sebastian Gollnow Einn er látinn eftir að skotárás var gerð á háskólann í Heidelberg í Þýskalandi fyrr í dag og þrír til viðbótar særðust. Árásarmaðurinn tók sitt eigið líf eftir að hann skaut nemendur á færi inni í skólastofu. Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum í borginni Heidelberg í Suðvestur-Þýskalandi í dag þegar fregnir bárust af því að árásarmaður vopnaður skotvopni væri laus inni í skólabyggingum á Neuenheimer Feld háskólasvæðinu. Að sögn yfirvalda var maðurinn nemandi við skólann en hann mætti þangað vopnaður byssu með löngu hlaupi í morgun, gekk inn í skólastofu þar sem fyrirlestur stóð yfir og hóf að skjóta. Uppfært klukkan 16:40. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er einn af þeim fjórum sem særðust í árásinni látinn. Fréttastofa AFP greinir frá því á Twitter. #BREAKING One victim dead in German lecture hall shooting: security sources pic.twitter.com/BChm6ie7LI— AFP News Agency (@AFP) January 24, 2022 Að sögn yfirvalda bendir allt til þess að maðurinn hafi verið einn að verki og að hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi verið að baki árásinni. Maðurinn hafi tekið sitt eigið líf inni í skólanum eftir að honum tókst að særa fjóra, sumir þeirra eru alvarlega slasaðir. Búið er að loka háskólasvæðið í Neuenheimer Feld af en á svæðinu eru kenndar ýmsar náttúruvísindagreinar. Þar er til að mynda hluti háskólasjúkrahússins og grasagarður. Samkvæmt frétt SWR sendu stjórnendur háskólans út tölvupóst eftir hádegi í dag þar sem nemendur voru beðnir um að forðast svæðið. Mikill viðbúnaður er við háskólann þar sem fjórir særðust.Getty/Uwe Anspach Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýskalandi og hefur verið starfandi frá árinu 1386. Skotárásir á skkóla í Þýskalandi eru sjaldséðar, alls sex í gegn um tíðina. Sú síðasta var árið 2009 í Winnenden gagnfræðiskólanum í suðvesturhluta Þýskalands. Sextán féllu í þeirri árás og níu særðust. Þýskaland Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum í borginni Heidelberg í Suðvestur-Þýskalandi í dag þegar fregnir bárust af því að árásarmaður vopnaður skotvopni væri laus inni í skólabyggingum á Neuenheimer Feld háskólasvæðinu. Að sögn yfirvalda var maðurinn nemandi við skólann en hann mætti þangað vopnaður byssu með löngu hlaupi í morgun, gekk inn í skólastofu þar sem fyrirlestur stóð yfir og hóf að skjóta. Uppfært klukkan 16:40. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er einn af þeim fjórum sem særðust í árásinni látinn. Fréttastofa AFP greinir frá því á Twitter. #BREAKING One victim dead in German lecture hall shooting: security sources pic.twitter.com/BChm6ie7LI— AFP News Agency (@AFP) January 24, 2022 Að sögn yfirvalda bendir allt til þess að maðurinn hafi verið einn að verki og að hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi verið að baki árásinni. Maðurinn hafi tekið sitt eigið líf inni í skólanum eftir að honum tókst að særa fjóra, sumir þeirra eru alvarlega slasaðir. Búið er að loka háskólasvæðið í Neuenheimer Feld af en á svæðinu eru kenndar ýmsar náttúruvísindagreinar. Þar er til að mynda hluti háskólasjúkrahússins og grasagarður. Samkvæmt frétt SWR sendu stjórnendur háskólans út tölvupóst eftir hádegi í dag þar sem nemendur voru beðnir um að forðast svæðið. Mikill viðbúnaður er við háskólann þar sem fjórir særðust.Getty/Uwe Anspach Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýskalandi og hefur verið starfandi frá árinu 1386. Skotárásir á skkóla í Þýskalandi eru sjaldséðar, alls sex í gegn um tíðina. Sú síðasta var árið 2009 í Winnenden gagnfræðiskólanum í suðvesturhluta Þýskalands. Sextán féllu í þeirri árás og níu særðust.
Þýskaland Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent