Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. janúar 2022 07:00 Jósep Freyr Pétursson Riba, þriggja barna faðir og sálfræðinemi við Háskóla Íslands, var ungur þegar hann byrjaði að sprauta sig með ópíóíðum. vísir/vilhelm Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum Kompáss eru þúsundir Íslendinga með ávísanir fyrir hinu alræmda verkjalyfi Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Heilbrigðisstarfsfólk segir Ísland nú kljást við nýjan og erfiðari ópíóíðafaraldur. Sams konar þróun og í Bandaríkjunum Ópíóíðafaraldurinn á Íslandi náði hámarki árið 2017. Lyfseðilsskyld lyf, sem læknar höfðu ávísað í hrönnum, voru þá meginástæðan. Þegar þróunin varð ljós var skorin upp herör og ávísunum lækna fækkaði. En eftirspurnin hættir ekki þó að efnin verði óaðgengilegri. Fólk einfaldlega reddar sér. Faraldurinn tók sömu stefnu hér og hann gerði í Bandaríkjunum nokkrum árum fyrr og efnin flæddu inn á markaðinn eftir öðrum leiðum. Lyfjaframleiðendur hafa séð sér leik á borði að þróa nýjar morfínafleiður sem áttu að vera betri verkjalyf, en eru í raun bara hættulegri vímugjafar, segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. Sigurður Örn leiðir nú nýstofnað geðheilsuteymi fanga. Við sjáum vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri núna allra síðustu ár Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir geðheilsuteymis fangelsanna.Vísir/Adelina Elstu og bestu verkjalyf sögunnar Morfínskyld verkjalyf veita mikla vellíðan, mikla vímu og mikla verkjastillingu. Þau eru mjög ávanabindandi, fólk myndar fljótt þol gegn þeim og þegar maður er kominn upp í ákveðinn skammt þá er hann banvænn. Það er ekki hægt að mynda þol gegn þakinu sem lætur fólk fara í öndunarstopp. Sigurður Örn segir ekki hægt að ætlast til að almenningur átti sig á þessu. Margir hafa sett spurningamerki við hvort það sé með öllu gott að draga úr lyfseðilsskylda lyfjaframboðinu. „Þetta eru bæði lyfseðilsskyld lyf sem eru flutt inn frá útlöndum og svo verksmiðjuframleidd lyf eins og heróín, fentanyl og mörg fleiri. Þannig að markaðurinn varð í rauninni bara mun erfiðari og óhreinni eftir þetta,“ segir Sigurður Örn. Eftir að lyfjaávísunum lækna tók að fækka fylltist markaðurinn af óhreinni efnum.Vísir/Arnar Fyrsta sprautan ljóslifandi minning Jósep Freyr Pétursson Riba, þriggja barna faðir og sálfræðinemi við Háskóla Íslands, var ungur þegar hann byrjaði að sprauta sig með ópíóíðum. Hann ólst upp lengst af hjá einstæðri móður sinni, sem átti við mikla og alvarlega fíkn að stríða. „Hún er yndisleg manneskja, en hún er með fíknisjúkdóm. Hún var mjög veik,“ segir Jósep. „Því miður eru mörg börn sem þurfa að upplifa svona þegar þau koma heim úr skólanum. Óttann og óróann um hvort það sé búið að redda efnunum. Ég var því í raun orðinn háður efnum áður en ég byrjaði að nota þau sjálfur.“ Í fyrsta skiptið sem ég ákvað að taka hugbreytandi efni þá fór ég í skápinn hjá mömmu. Systir Jóseps fæddist þegar hann var 13 ára. Hann gekk systur sinni í föðurstað og þannig gekk lífið í nokkur ár, eða þar til móðir þeirra flutti með systur hans til Danmerkur. Jósep varð eftir á Íslandi og leið eins og hann hefði misst sitt afmarkaða hlutverk í lífinu og það leið ekki langur tími þar til hann prófaði að sprauta sig með morfíni í fyrsta sinn. „Ég man mómentið mjög skýrt, eins og með mörg afdrifarík móment í lífi manns. Ég var bara verkjaður,“ segir Jósep. „Þá voru til svona morfínistar, sem voru oft svona eldri menn, og ég man að hann sagði við mig: „Jósep, mundu að taka bara þennan skammt og aldrei hækka skammtinn.“ Þarna prófaði ég í fyrsta skipti. Og þá breyttist allt. Jósep Freyr var 24 ára gamall þegar hann prófaði að sprauta sig með morfínlyfjum í fyrsta sinn.Vísir/Arnar Hann segir mikla skömm fylgja neyslunni, sérstaklega þegar fólk er farið að sprauta sig. „Sjálfsvirðing er eitthvað sem er ekki til. Staðan með þennan veika hóp er einfaldlega sú að hann er að deyja,“ segir hann. „Þegar þú notar morfínefni, sérstaklega í sprautuneyslu, ertu strax kominn í stöðuga lífshættu nokkrum sinnum á dag. Þú verður algjör þræll þess að fá næsta skammt því fíknin og fráhvörfin verða svo mikil að allt annað dettur út.“ Jósep náði að halda sér á lífi þó að hann hafi sokkið djúpt í fíkn morfínlyfjanna á mjög skömmum tíma. Þarna hverfur allt hið mannlega, allt það fallega úr lífinu. Það er ekkert rými fyrir það. „Það er bara rými til þess að lifa af. Maður þarf að passa sig á klukkunni, ef maður getur ekki reddað sér í einhvern tíma, reddar sér svo loksins og tekur sama skammt, þá getur maður bara kvatt þennan heim.“ Dílerarnir voru krabbameinssjúklingar Þau sem leita sér aðstoðar á Vogi vegna ópíóíðafíknar eru tvöfalt líklegri til að koma aftur en aðrir fíklar. Þeim fjölgar líka ár frá ári. Samkvæmt tölum SÁÁ hafa 35 af þeim sem fengu meðferð vegna ópíóíða dáið, flestir í kringum fertugt, síðustu fimm ár. „Þessi fíkn er svolítið sérstök að því leyti að hún heldur þér í heljargreipum út af ávanabindingunni líka. Þannig að þú ert með fíkn og ert háður lyfjunum og það er mjög erfitt að fara út úr því. Þeir eru miklu veikari en hinn hópurinn,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. „Það er orðin mikil meðvitund meðal lækna. En samt er greinilega mikið af lyfjum í umferð sem einhver fær og þarf ekki að nota og getur selt.“ Eitt slíkt dæmi sem Kompás er kunnugt um varðar ungan mann sem varð háður morfínefnum í æð. Hann fékk lyfin frá tveimur krabbameinssjúklingum sem seldu honum umframbirgðir sínar af ópíóíðum. Fjárhagsstaða þeirra sem berjast við krabbamein er jú oft erfið. Og hver ætlar að neita sárþjáðum krabbameinssjúklingi um verkjalyf? Innflutt Oxy frá Spáni Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, veitir yfir 600 fíklum þjónustu á hverju ári. Og það eru bara þau sem hafa orku í að leita sér aðstoðar. Sprautufíklum hefur fjölgað ár frá ári síðasta áratug. „Það er fjölgun meðal yngri aldurshópsins, sem eru ekkert endilega einstaklingar sem nota í æð heldur sem eru að reykja og gleypa. Og við höfum líka verið að sjá dauðsföll út af því,“ segir Kristín Davíðsdóttir verkefnisstýra. Hún telur Oxycontin algengasta ópíóíðann í umferð. „Það er mikið flutt inn frá Spáni. En fólk er líka að nota mikið Contalgin og svo er alltaf einn og einn inn á milli sem er að nota Fentanyl. Sem er miklu hættulegra.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segir oxycontin algengasta morfínlyfið á götunni í dag.Vísir/Adelina Aukaverkun: Dauði Oxycontin er líklega alræmdasti ópíóíðinn. Þetta eru gífurlega sterk og ávanabindandi verkjalyf, sem virka vissulega vel til síns brúks, en verr til annars. Og notkun þeirra hér fer vaxandi. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað Oxy árið 2011. Þeir voru sjöfalt fleiri í fyrra, um 3.500. „Þetta er mjög öflugt og gott verkjalyf og er sterkasta verkjalyfið sem við höfum. En á sama tíma er það mjög ávanabindandi og það myndast fljótt þol gegn því, það þarf hærri skammta,“ segir Sigurður Örn. Þetta getur endað með öndunarstoppi og dauða. „Það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin langstærsta hlutverkið.” Andlát eru skilgreind sem lyfjatengd þegar fólk deyr af eitrunum vegna lyfja, löglegra eða ólöglegra, af ásetningi eða ekki. Morð, læknamistök og aukaverkanir vegna lyfja eru ekki með í tölunum. Aldrei fleiri dáið vegna lyfja á hálfu ári 24 lyfjatengd andlát eru skráð á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Þau hafa aldrei verið fleiri á hálfs árs tímabili. Lyfjatengdu andlátin voru 23 seinni helming ársins 2020, en alls 37 það ár. Flest andlát eru skráð 2018, þau voru þá 39. Til að setja þessar tölur í samhengi dóu 44 úr COVID-19 síðustu tvö ár og ellefu manns létu lífið í banaslysum í umferðinni. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það séu kannski ekki skráð svoleiðis. Og síðan er allt fólkið sem endar á spítala, liggur á gjörgæslu, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða,“ segir Kristín. Starfsfólk Frú Ragnheiðar horfir á eftir fjölda manns á hverju ári sem deyr vegna of stórra skammta af ópíóíðum. Fráhvörfin valda skelfilegri vanlíðan Tíundi hver sjúklingur hér sem fær ópíóíða við verkjameðferð verður langtíma notandi eftir meðferð lýkur. Í Skandinavíu er hlutfallið lægra, á milli 5 og 6 prósent. Í dag eru um 21.000 Íslendingar skráðir sem langtímanotendur sterkra verkjalyfja, svefnlyfja eða róandi lyfja. Fráhvörf af morfín- og ópíóíðafíkn eru hræðileg - og líklega ein helst ástæða þess að fólki gengur illa að hætta að nota lyfin. „Vanabindingin er mjög mikil og fráhvörfin eru meiri. Þess vegna verður fólk háð lyfjunum miklu fyrr en öðrum, því miður,“ segir Sigurður Örn. „Þegar þú færð ekki skammtinn þinn þá lýsir þetta sér fyrst og fremst með almennri vanlíðan með kvíða og spennu. Það getur komið skjálfti, sviti, niðurgangur og líðan sem getur orðið mjög skelfileg. Fólk gerir allt sem það getur til að komast aftur í efnið.“ Jósep þekkir morfín-fráhvörf af eigin raun og segir þau svo skelfileg að það sé varla hægt að hugsa um það. Þú hefur hægðir á sjálfan þig. Þú ræður ekki við meltingarkerfið, ælir og titrar. Þetta er raunverulega þannig að þú bara getur ekki komist í gegn um þau. Lélegur fíkill og afleitur glæpamaður En Jósep komst alltaf í gegn um fráhvörfin, aftur og aftur. Hann notaði morfínefnin árum saman en naut aldrei neyslunnar á nokkurn hátt. „Ég var líka lélegur fíkill. Ég var ekki góður að redda mér og ég þurfti oftast að hafa einhvern til að hjálpa mér og var lélegur glæpamaður, ekki með mikið þannig í mér. Ég var ekki ofbeldismaður heldur og notaði oft frekar sálfræðilega hluti til að geta tengst fólki sem hafði eitthvað svona power í þessum heimi. Því ég var algjörlega lost. Ég endaði alltaf bara grátandi og þetta var bara niðurbrot. Því ég vissi alltaf hver þjáningin var. Ég gat aldrei réttlætt þetta fyrir mér.“ Jósep lagðist inn á Vog enn eitt skiptið einn miðvikudag í maí 2008. Hann var þá búinn að sprauta sig með ópíóíðum í fjögur ár. Ég vissi að ég væri í fangelsi. Ég vissi mína drauma, ég vissi hvað ég gæti. Ég var búinn að sjá afleiðingarnar og þjáninguna sem ég vissi að þessi sjúkdómur gat gert. Hann var alltaf að reyna að halda lífi, enda farið í óteljandi skipti inn á meðferðarstöðvar og í afeitranir. „Ég varð mjög veikur þarna inni, en ég man alveg hverjir voru á vakt, hvaða læknar sáu um mig. Þetta er fólk sem er mér rosalega kært í dag.“ „Fann að brjálæðið var farið” Læknarnir á Vogi settu Jósep á Suboxone - viðhaldsmeðferð sem er notuð við morfínfíkn. Sumir þurfa að vera á því ævilangt. „Ég vaknaði eftir krampana og fann að mér var farið að líða furðuvel miðað við aðstæður. Síðan get ég eiginlega ekki lýst tilfinningunni, en ég fann að ég hafði fengið tækifæri til að halda áfram að lifa. Hugsanlega að verða edrú, ég vissi það ekki almennilega, en ég fann að brjálæðið var farið.“ Suboxone-meðferðin á Vogi hjálpaði Jósep að komast yfir fráhvörfin og hann hefur ekki notað efnin síðan.Vísir/Arnar Þjáningin er drifkraftur Jósep útskrifast í vor með BS í sálfræði þar sem hann er að skoða skaðaminnkun frá öllum hliðum. Hann stefnir svo á kandídat í sálfræði. Auðvitað viljum við öll minnka skaða annarra, þjáningu annarra. En þjáning er líka drifkraftur til breytinga. Til að vilja eitthvað betra. Hann er þess fullviss að synir hans þrír ættu engan pabba í dag ef Vogur hefði ekki tekið við honum aftur og aftur. „Smám saman hefur þetta byggst upp í það að staðan mín í morgun var þannig að ég horfði á eftir tveimur yngri drengjunum mínum fara í strætó í skólann og knúsaði þá,“ segir Jósep. „Hver einn og einasti fíkill hefur drauma og þrár og einhvern sem elskar hann og er að bíða eftir honum. Og ég veit að hann vill fara til baka. Það er svoleiðis. Og ég hef trú á því að það geti það allir.“ Þátturinn var unninn af Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Adelinu Antal framleiðanda og klippara, og Arnari Halldórssyni myndatökumanni. Ábendingar um umfjöllunarefni berist til kompas@stod2.is Kompás Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Kompáss eru þúsundir Íslendinga með ávísanir fyrir hinu alræmda verkjalyfi Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Heilbrigðisstarfsfólk segir Ísland nú kljást við nýjan og erfiðari ópíóíðafaraldur. Sams konar þróun og í Bandaríkjunum Ópíóíðafaraldurinn á Íslandi náði hámarki árið 2017. Lyfseðilsskyld lyf, sem læknar höfðu ávísað í hrönnum, voru þá meginástæðan. Þegar þróunin varð ljós var skorin upp herör og ávísunum lækna fækkaði. En eftirspurnin hættir ekki þó að efnin verði óaðgengilegri. Fólk einfaldlega reddar sér. Faraldurinn tók sömu stefnu hér og hann gerði í Bandaríkjunum nokkrum árum fyrr og efnin flæddu inn á markaðinn eftir öðrum leiðum. Lyfjaframleiðendur hafa séð sér leik á borði að þróa nýjar morfínafleiður sem áttu að vera betri verkjalyf, en eru í raun bara hættulegri vímugjafar, segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. Sigurður Örn leiðir nú nýstofnað geðheilsuteymi fanga. Við sjáum vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri núna allra síðustu ár Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir geðheilsuteymis fangelsanna.Vísir/Adelina Elstu og bestu verkjalyf sögunnar Morfínskyld verkjalyf veita mikla vellíðan, mikla vímu og mikla verkjastillingu. Þau eru mjög ávanabindandi, fólk myndar fljótt þol gegn þeim og þegar maður er kominn upp í ákveðinn skammt þá er hann banvænn. Það er ekki hægt að mynda þol gegn þakinu sem lætur fólk fara í öndunarstopp. Sigurður Örn segir ekki hægt að ætlast til að almenningur átti sig á þessu. Margir hafa sett spurningamerki við hvort það sé með öllu gott að draga úr lyfseðilsskylda lyfjaframboðinu. „Þetta eru bæði lyfseðilsskyld lyf sem eru flutt inn frá útlöndum og svo verksmiðjuframleidd lyf eins og heróín, fentanyl og mörg fleiri. Þannig að markaðurinn varð í rauninni bara mun erfiðari og óhreinni eftir þetta,“ segir Sigurður Örn. Eftir að lyfjaávísunum lækna tók að fækka fylltist markaðurinn af óhreinni efnum.Vísir/Arnar Fyrsta sprautan ljóslifandi minning Jósep Freyr Pétursson Riba, þriggja barna faðir og sálfræðinemi við Háskóla Íslands, var ungur þegar hann byrjaði að sprauta sig með ópíóíðum. Hann ólst upp lengst af hjá einstæðri móður sinni, sem átti við mikla og alvarlega fíkn að stríða. „Hún er yndisleg manneskja, en hún er með fíknisjúkdóm. Hún var mjög veik,“ segir Jósep. „Því miður eru mörg börn sem þurfa að upplifa svona þegar þau koma heim úr skólanum. Óttann og óróann um hvort það sé búið að redda efnunum. Ég var því í raun orðinn háður efnum áður en ég byrjaði að nota þau sjálfur.“ Í fyrsta skiptið sem ég ákvað að taka hugbreytandi efni þá fór ég í skápinn hjá mömmu. Systir Jóseps fæddist þegar hann var 13 ára. Hann gekk systur sinni í föðurstað og þannig gekk lífið í nokkur ár, eða þar til móðir þeirra flutti með systur hans til Danmerkur. Jósep varð eftir á Íslandi og leið eins og hann hefði misst sitt afmarkaða hlutverk í lífinu og það leið ekki langur tími þar til hann prófaði að sprauta sig með morfíni í fyrsta sinn. „Ég man mómentið mjög skýrt, eins og með mörg afdrifarík móment í lífi manns. Ég var bara verkjaður,“ segir Jósep. „Þá voru til svona morfínistar, sem voru oft svona eldri menn, og ég man að hann sagði við mig: „Jósep, mundu að taka bara þennan skammt og aldrei hækka skammtinn.“ Þarna prófaði ég í fyrsta skipti. Og þá breyttist allt. Jósep Freyr var 24 ára gamall þegar hann prófaði að sprauta sig með morfínlyfjum í fyrsta sinn.Vísir/Arnar Hann segir mikla skömm fylgja neyslunni, sérstaklega þegar fólk er farið að sprauta sig. „Sjálfsvirðing er eitthvað sem er ekki til. Staðan með þennan veika hóp er einfaldlega sú að hann er að deyja,“ segir hann. „Þegar þú notar morfínefni, sérstaklega í sprautuneyslu, ertu strax kominn í stöðuga lífshættu nokkrum sinnum á dag. Þú verður algjör þræll þess að fá næsta skammt því fíknin og fráhvörfin verða svo mikil að allt annað dettur út.“ Jósep náði að halda sér á lífi þó að hann hafi sokkið djúpt í fíkn morfínlyfjanna á mjög skömmum tíma. Þarna hverfur allt hið mannlega, allt það fallega úr lífinu. Það er ekkert rými fyrir það. „Það er bara rými til þess að lifa af. Maður þarf að passa sig á klukkunni, ef maður getur ekki reddað sér í einhvern tíma, reddar sér svo loksins og tekur sama skammt, þá getur maður bara kvatt þennan heim.“ Dílerarnir voru krabbameinssjúklingar Þau sem leita sér aðstoðar á Vogi vegna ópíóíðafíknar eru tvöfalt líklegri til að koma aftur en aðrir fíklar. Þeim fjölgar líka ár frá ári. Samkvæmt tölum SÁÁ hafa 35 af þeim sem fengu meðferð vegna ópíóíða dáið, flestir í kringum fertugt, síðustu fimm ár. „Þessi fíkn er svolítið sérstök að því leyti að hún heldur þér í heljargreipum út af ávanabindingunni líka. Þannig að þú ert með fíkn og ert háður lyfjunum og það er mjög erfitt að fara út úr því. Þeir eru miklu veikari en hinn hópurinn,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. „Það er orðin mikil meðvitund meðal lækna. En samt er greinilega mikið af lyfjum í umferð sem einhver fær og þarf ekki að nota og getur selt.“ Eitt slíkt dæmi sem Kompás er kunnugt um varðar ungan mann sem varð háður morfínefnum í æð. Hann fékk lyfin frá tveimur krabbameinssjúklingum sem seldu honum umframbirgðir sínar af ópíóíðum. Fjárhagsstaða þeirra sem berjast við krabbamein er jú oft erfið. Og hver ætlar að neita sárþjáðum krabbameinssjúklingi um verkjalyf? Innflutt Oxy frá Spáni Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, veitir yfir 600 fíklum þjónustu á hverju ári. Og það eru bara þau sem hafa orku í að leita sér aðstoðar. Sprautufíklum hefur fjölgað ár frá ári síðasta áratug. „Það er fjölgun meðal yngri aldurshópsins, sem eru ekkert endilega einstaklingar sem nota í æð heldur sem eru að reykja og gleypa. Og við höfum líka verið að sjá dauðsföll út af því,“ segir Kristín Davíðsdóttir verkefnisstýra. Hún telur Oxycontin algengasta ópíóíðann í umferð. „Það er mikið flutt inn frá Spáni. En fólk er líka að nota mikið Contalgin og svo er alltaf einn og einn inn á milli sem er að nota Fentanyl. Sem er miklu hættulegra.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segir oxycontin algengasta morfínlyfið á götunni í dag.Vísir/Adelina Aukaverkun: Dauði Oxycontin er líklega alræmdasti ópíóíðinn. Þetta eru gífurlega sterk og ávanabindandi verkjalyf, sem virka vissulega vel til síns brúks, en verr til annars. Og notkun þeirra hér fer vaxandi. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað Oxy árið 2011. Þeir voru sjöfalt fleiri í fyrra, um 3.500. „Þetta er mjög öflugt og gott verkjalyf og er sterkasta verkjalyfið sem við höfum. En á sama tíma er það mjög ávanabindandi og það myndast fljótt þol gegn því, það þarf hærri skammta,“ segir Sigurður Örn. Þetta getur endað með öndunarstoppi og dauða. „Það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin langstærsta hlutverkið.” Andlát eru skilgreind sem lyfjatengd þegar fólk deyr af eitrunum vegna lyfja, löglegra eða ólöglegra, af ásetningi eða ekki. Morð, læknamistök og aukaverkanir vegna lyfja eru ekki með í tölunum. Aldrei fleiri dáið vegna lyfja á hálfu ári 24 lyfjatengd andlát eru skráð á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Þau hafa aldrei verið fleiri á hálfs árs tímabili. Lyfjatengdu andlátin voru 23 seinni helming ársins 2020, en alls 37 það ár. Flest andlát eru skráð 2018, þau voru þá 39. Til að setja þessar tölur í samhengi dóu 44 úr COVID-19 síðustu tvö ár og ellefu manns létu lífið í banaslysum í umferðinni. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það séu kannski ekki skráð svoleiðis. Og síðan er allt fólkið sem endar á spítala, liggur á gjörgæslu, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða,“ segir Kristín. Starfsfólk Frú Ragnheiðar horfir á eftir fjölda manns á hverju ári sem deyr vegna of stórra skammta af ópíóíðum. Fráhvörfin valda skelfilegri vanlíðan Tíundi hver sjúklingur hér sem fær ópíóíða við verkjameðferð verður langtíma notandi eftir meðferð lýkur. Í Skandinavíu er hlutfallið lægra, á milli 5 og 6 prósent. Í dag eru um 21.000 Íslendingar skráðir sem langtímanotendur sterkra verkjalyfja, svefnlyfja eða róandi lyfja. Fráhvörf af morfín- og ópíóíðafíkn eru hræðileg - og líklega ein helst ástæða þess að fólki gengur illa að hætta að nota lyfin. „Vanabindingin er mjög mikil og fráhvörfin eru meiri. Þess vegna verður fólk háð lyfjunum miklu fyrr en öðrum, því miður,“ segir Sigurður Örn. „Þegar þú færð ekki skammtinn þinn þá lýsir þetta sér fyrst og fremst með almennri vanlíðan með kvíða og spennu. Það getur komið skjálfti, sviti, niðurgangur og líðan sem getur orðið mjög skelfileg. Fólk gerir allt sem það getur til að komast aftur í efnið.“ Jósep þekkir morfín-fráhvörf af eigin raun og segir þau svo skelfileg að það sé varla hægt að hugsa um það. Þú hefur hægðir á sjálfan þig. Þú ræður ekki við meltingarkerfið, ælir og titrar. Þetta er raunverulega þannig að þú bara getur ekki komist í gegn um þau. Lélegur fíkill og afleitur glæpamaður En Jósep komst alltaf í gegn um fráhvörfin, aftur og aftur. Hann notaði morfínefnin árum saman en naut aldrei neyslunnar á nokkurn hátt. „Ég var líka lélegur fíkill. Ég var ekki góður að redda mér og ég þurfti oftast að hafa einhvern til að hjálpa mér og var lélegur glæpamaður, ekki með mikið þannig í mér. Ég var ekki ofbeldismaður heldur og notaði oft frekar sálfræðilega hluti til að geta tengst fólki sem hafði eitthvað svona power í þessum heimi. Því ég var algjörlega lost. Ég endaði alltaf bara grátandi og þetta var bara niðurbrot. Því ég vissi alltaf hver þjáningin var. Ég gat aldrei réttlætt þetta fyrir mér.“ Jósep lagðist inn á Vog enn eitt skiptið einn miðvikudag í maí 2008. Hann var þá búinn að sprauta sig með ópíóíðum í fjögur ár. Ég vissi að ég væri í fangelsi. Ég vissi mína drauma, ég vissi hvað ég gæti. Ég var búinn að sjá afleiðingarnar og þjáninguna sem ég vissi að þessi sjúkdómur gat gert. Hann var alltaf að reyna að halda lífi, enda farið í óteljandi skipti inn á meðferðarstöðvar og í afeitranir. „Ég varð mjög veikur þarna inni, en ég man alveg hverjir voru á vakt, hvaða læknar sáu um mig. Þetta er fólk sem er mér rosalega kært í dag.“ „Fann að brjálæðið var farið” Læknarnir á Vogi settu Jósep á Suboxone - viðhaldsmeðferð sem er notuð við morfínfíkn. Sumir þurfa að vera á því ævilangt. „Ég vaknaði eftir krampana og fann að mér var farið að líða furðuvel miðað við aðstæður. Síðan get ég eiginlega ekki lýst tilfinningunni, en ég fann að ég hafði fengið tækifæri til að halda áfram að lifa. Hugsanlega að verða edrú, ég vissi það ekki almennilega, en ég fann að brjálæðið var farið.“ Suboxone-meðferðin á Vogi hjálpaði Jósep að komast yfir fráhvörfin og hann hefur ekki notað efnin síðan.Vísir/Arnar Þjáningin er drifkraftur Jósep útskrifast í vor með BS í sálfræði þar sem hann er að skoða skaðaminnkun frá öllum hliðum. Hann stefnir svo á kandídat í sálfræði. Auðvitað viljum við öll minnka skaða annarra, þjáningu annarra. En þjáning er líka drifkraftur til breytinga. Til að vilja eitthvað betra. Hann er þess fullviss að synir hans þrír ættu engan pabba í dag ef Vogur hefði ekki tekið við honum aftur og aftur. „Smám saman hefur þetta byggst upp í það að staðan mín í morgun var þannig að ég horfði á eftir tveimur yngri drengjunum mínum fara í strætó í skólann og knúsaði þá,“ segir Jósep. „Hver einn og einasti fíkill hefur drauma og þrár og einhvern sem elskar hann og er að bíða eftir honum. Og ég veit að hann vill fara til baka. Það er svoleiðis. Og ég hef trú á því að það geti það allir.“ Þátturinn var unninn af Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Adelinu Antal framleiðanda og klippara, og Arnari Halldórssyni myndatökumanni. Ábendingar um umfjöllunarefni berist til kompas@stod2.is
Kompás Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira