Félögin hvött til að senda fleiri konur Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 15:02 Þó að þriðjungur iðkenda í fótbolta á Íslandi sé kvenkyns þá hafa kvenkyns þingfulltrúar ekki verið nægilega margir á ársþingum KSÍ að mati nýverandi stjórnar. vísir/hulda margrét Stjórn Knattspyrnusamband Íslands hefur sent knattspyrnufélögum landsins hvatningu um að huga að kynjaskiptingu á komandi ársþingi KSÍ. „Við þurfum fleiri konur í fótbolta,“ segir í tilkynningu frá stjórn KSÍ sem kosin var til bráðabirgða á aukaþingi í byrjun október. Fyrri stjórn sagði af sér eftir áskorun aðildarfélaga í tengslum við viðbrögð við meintum kynferðisofbeldismálum landsliðsmanna. Ársþingið fer fram 26. febrúar og á hvert aðildarfélag rétt á að senda 1-4 fulltrúa á þingið. Flesta fulltrúa hafa félögin sem eiga lið í efstu deild karla og/eða kvenna á næstu leiktíð eða fjóra, félög í næstefstu deildum eiga þrjá fulltrúa, félög í 2. deild karla tvo fulltrúa, og önnur félög einn fulltrúa. Í tilkynningu stjórnar KSÍ er bent á að þó að fleiri konur hafi mætt á síðustu þing en áður þá sé það enn þannig að fjöldi kvenna á þinginu endurspegli alls ekki þá staðreynd að þriðjungur skráðra iðkenda á Íslandi sé kvenkyns. Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar. KSÍ Íslenski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
„Við þurfum fleiri konur í fótbolta,“ segir í tilkynningu frá stjórn KSÍ sem kosin var til bráðabirgða á aukaþingi í byrjun október. Fyrri stjórn sagði af sér eftir áskorun aðildarfélaga í tengslum við viðbrögð við meintum kynferðisofbeldismálum landsliðsmanna. Ársþingið fer fram 26. febrúar og á hvert aðildarfélag rétt á að senda 1-4 fulltrúa á þingið. Flesta fulltrúa hafa félögin sem eiga lið í efstu deild karla og/eða kvenna á næstu leiktíð eða fjóra, félög í næstefstu deildum eiga þrjá fulltrúa, félög í 2. deild karla tvo fulltrúa, og önnur félög einn fulltrúa. Í tilkynningu stjórnar KSÍ er bent á að þó að fleiri konur hafi mætt á síðustu þing en áður þá sé það enn þannig að fjöldi kvenna á þinginu endurspegli alls ekki þá staðreynd að þriðjungur skráðra iðkenda á Íslandi sé kvenkyns. Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar.
Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar.
KSÍ Íslenski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira