Félögin hvött til að senda fleiri konur Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 15:02 Þó að þriðjungur iðkenda í fótbolta á Íslandi sé kvenkyns þá hafa kvenkyns þingfulltrúar ekki verið nægilega margir á ársþingum KSÍ að mati nýverandi stjórnar. vísir/hulda margrét Stjórn Knattspyrnusamband Íslands hefur sent knattspyrnufélögum landsins hvatningu um að huga að kynjaskiptingu á komandi ársþingi KSÍ. „Við þurfum fleiri konur í fótbolta,“ segir í tilkynningu frá stjórn KSÍ sem kosin var til bráðabirgða á aukaþingi í byrjun október. Fyrri stjórn sagði af sér eftir áskorun aðildarfélaga í tengslum við viðbrögð við meintum kynferðisofbeldismálum landsliðsmanna. Ársþingið fer fram 26. febrúar og á hvert aðildarfélag rétt á að senda 1-4 fulltrúa á þingið. Flesta fulltrúa hafa félögin sem eiga lið í efstu deild karla og/eða kvenna á næstu leiktíð eða fjóra, félög í næstefstu deildum eiga þrjá fulltrúa, félög í 2. deild karla tvo fulltrúa, og önnur félög einn fulltrúa. Í tilkynningu stjórnar KSÍ er bent á að þó að fleiri konur hafi mætt á síðustu þing en áður þá sé það enn þannig að fjöldi kvenna á þinginu endurspegli alls ekki þá staðreynd að þriðjungur skráðra iðkenda á Íslandi sé kvenkyns. Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar. KSÍ Íslenski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
„Við þurfum fleiri konur í fótbolta,“ segir í tilkynningu frá stjórn KSÍ sem kosin var til bráðabirgða á aukaþingi í byrjun október. Fyrri stjórn sagði af sér eftir áskorun aðildarfélaga í tengslum við viðbrögð við meintum kynferðisofbeldismálum landsliðsmanna. Ársþingið fer fram 26. febrúar og á hvert aðildarfélag rétt á að senda 1-4 fulltrúa á þingið. Flesta fulltrúa hafa félögin sem eiga lið í efstu deild karla og/eða kvenna á næstu leiktíð eða fjóra, félög í næstefstu deildum eiga þrjá fulltrúa, félög í 2. deild karla tvo fulltrúa, og önnur félög einn fulltrúa. Í tilkynningu stjórnar KSÍ er bent á að þó að fleiri konur hafi mætt á síðustu þing en áður þá sé það enn þannig að fjöldi kvenna á þinginu endurspegli alls ekki þá staðreynd að þriðjungur skráðra iðkenda á Íslandi sé kvenkyns. Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar.
Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar.
KSÍ Íslenski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira