Hvað er samúðarþreyta? Ingibjörg Isaksen skrifar 25. janúar 2022 15:30 Mannauður er ein mikilvægasta auðlind hverra fyrirtækja. Þessa auðlind ber að nýta af virðingu og líkt og aðrar auðlindir þá geta þær tæmst ef við skiljum ekkert eftir. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilbrigðis- og menntakerfinu stafi ógn af samúðarþreytu. En hvað er það? Segja má í mjög einfölduðu máli að samúðarþreyta sé þegar fagfólk gefi meira af eigin orku til vinnu sinnar en það fær til baka. Samúðarþreytu má greina í tvennt, annars stigs áfall og kulnun. Annars stigs áfall á við þegar starfsmaðurinn, finnur að vinnan hefur veruleg áhrif á líðan hans. Þetta getur meðal annars komið fram í endurupplifunum tengt atviki sem hann vann með í starfi, óöryggi, vonleysi, forðun, kvíða, depurð og /eða tilfinningalegum doða. Það getur komið í kjölfar staks atburðar eða vegna endurtekinna atburða. Samkvæmt skilgreiningu áfalls þá eru það ekki eingöngu þeir sem hafa sjálfir upplifað áfallaatburð sem geta þróað með sér áfallastreituröskun heldur einnig þeir sem heyra um eða verða vitni að atburði. Kulnun er talin þróast smám saman yfir langvarandi tímabil sé ekki brugðist við afleiðingum streitu eða áfalla í vinnu. Áður en heimsfaraldurinn skall á okkur bentu rannsóknir til þess að samúðarþreyta væri að aukast meðal heilbrigðisstarfsfólks, ætla má að samúðarþreyta sé enn meiri eftir Covid-19 þar sem öryggi fagfólks hefur verið ógnað og starfsaðstæður verið óvenjulega krefjandi. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að greina ástandið, því hefur undirrituð lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að greina og gera tillögur að fyrirkomulagi til þess að efla andlega heilsu fagfólks sem vinnur við að hjálpa öðrum s.s. starfsfólk heilbrigðiskerfisins, lögreglu, slökkviliðs og í leik-grunn og framhaldsskólum o.fl. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt ef svo mætti kalla. Samúðarsátt væri þá verndandi þáttur gegn samúðarþreytu. Hægt er að láta starfsmann upplifa samúðarsátt með nokkrum leiðum. Meðal annars þegar honum líður vel í vinnu, upplifir öryggi á vinnustað, að það ríki traust á meðal samstarfsfélaga, að það sem hann gerir skipti máli fyrir einstaklinginn sem hann þjónar, aðstandendur og samfélagið. Þá fær starfsmaðurinn orku til baka frá umhverfinu sem vegur á móti orkunni sem hann gaf af sér við það að hjálpa öðrum. Hægt er að stuðla að samúðarsátt með íhlutun, t.d. með fræðslu og námskeiðum, fá handleiðslu frá fagaðila, hafa skýr mörk á milli einkalífs og vinnu, gefa svigrúm fyrir slökun, hugleiðslu og núvitundaræfingar og loks með því að taka eftir því sem vel er gert og veita styrkleikum athygli. Hanna þarf gagnalíkan út frá rannsóknum um hverjir séu í meiri áhættu til að þróa með sér samúðarþreytu. Ef til vill má þannig grípa fyrr inn í með því að samlesa gögn og þekkja formerkin um veikindadaga og draga ályktanir um hverjir séu í mestri þörf fyrir handleiðslu og úrvinnslu annars stigs áfalla. Forvarnir eru mikilvægar Mikilvægt er að huga að forvörnum og tryggja heilbrigða vinnustaði. Við þurfum að skoða hvernig kerfið hlúir að þeim sem vinna við að hjálpa öðrum og bregðast við. Kostnaður vegna veikinda, ofþreytu og neikvæðra afleiðinga álagseinkenna er hár, hvort sem er fyrir einstaklinginn eða kerfið. Við erum með margra ára reynslu sem sýnir okkur að forvarnir skipta máli, en við erum alltaf að tileinka okkur forvarnir á nýjum sviðum, nú þurfum við að einbeita okkur að þessum starfsstéttum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Vinnustaðurinn Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Mannauður er ein mikilvægasta auðlind hverra fyrirtækja. Þessa auðlind ber að nýta af virðingu og líkt og aðrar auðlindir þá geta þær tæmst ef við skiljum ekkert eftir. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilbrigðis- og menntakerfinu stafi ógn af samúðarþreytu. En hvað er það? Segja má í mjög einfölduðu máli að samúðarþreyta sé þegar fagfólk gefi meira af eigin orku til vinnu sinnar en það fær til baka. Samúðarþreytu má greina í tvennt, annars stigs áfall og kulnun. Annars stigs áfall á við þegar starfsmaðurinn, finnur að vinnan hefur veruleg áhrif á líðan hans. Þetta getur meðal annars komið fram í endurupplifunum tengt atviki sem hann vann með í starfi, óöryggi, vonleysi, forðun, kvíða, depurð og /eða tilfinningalegum doða. Það getur komið í kjölfar staks atburðar eða vegna endurtekinna atburða. Samkvæmt skilgreiningu áfalls þá eru það ekki eingöngu þeir sem hafa sjálfir upplifað áfallaatburð sem geta þróað með sér áfallastreituröskun heldur einnig þeir sem heyra um eða verða vitni að atburði. Kulnun er talin þróast smám saman yfir langvarandi tímabil sé ekki brugðist við afleiðingum streitu eða áfalla í vinnu. Áður en heimsfaraldurinn skall á okkur bentu rannsóknir til þess að samúðarþreyta væri að aukast meðal heilbrigðisstarfsfólks, ætla má að samúðarþreyta sé enn meiri eftir Covid-19 þar sem öryggi fagfólks hefur verið ógnað og starfsaðstæður verið óvenjulega krefjandi. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að greina ástandið, því hefur undirrituð lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að greina og gera tillögur að fyrirkomulagi til þess að efla andlega heilsu fagfólks sem vinnur við að hjálpa öðrum s.s. starfsfólk heilbrigðiskerfisins, lögreglu, slökkviliðs og í leik-grunn og framhaldsskólum o.fl. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt ef svo mætti kalla. Samúðarsátt væri þá verndandi þáttur gegn samúðarþreytu. Hægt er að láta starfsmann upplifa samúðarsátt með nokkrum leiðum. Meðal annars þegar honum líður vel í vinnu, upplifir öryggi á vinnustað, að það ríki traust á meðal samstarfsfélaga, að það sem hann gerir skipti máli fyrir einstaklinginn sem hann þjónar, aðstandendur og samfélagið. Þá fær starfsmaðurinn orku til baka frá umhverfinu sem vegur á móti orkunni sem hann gaf af sér við það að hjálpa öðrum. Hægt er að stuðla að samúðarsátt með íhlutun, t.d. með fræðslu og námskeiðum, fá handleiðslu frá fagaðila, hafa skýr mörk á milli einkalífs og vinnu, gefa svigrúm fyrir slökun, hugleiðslu og núvitundaræfingar og loks með því að taka eftir því sem vel er gert og veita styrkleikum athygli. Hanna þarf gagnalíkan út frá rannsóknum um hverjir séu í meiri áhættu til að þróa með sér samúðarþreytu. Ef til vill má þannig grípa fyrr inn í með því að samlesa gögn og þekkja formerkin um veikindadaga og draga ályktanir um hverjir séu í mestri þörf fyrir handleiðslu og úrvinnslu annars stigs áfalla. Forvarnir eru mikilvægar Mikilvægt er að huga að forvörnum og tryggja heilbrigða vinnustaði. Við þurfum að skoða hvernig kerfið hlúir að þeim sem vinna við að hjálpa öðrum og bregðast við. Kostnaður vegna veikinda, ofþreytu og neikvæðra afleiðinga álagseinkenna er hár, hvort sem er fyrir einstaklinginn eða kerfið. Við erum með margra ára reynslu sem sýnir okkur að forvarnir skipta máli, en við erum alltaf að tileinka okkur forvarnir á nýjum sviðum, nú þurfum við að einbeita okkur að þessum starfsstéttum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar