Brúðguminn greindist með Covid nokkrum dögum fyrir brúðkaupið Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 25. janúar 2022 18:06 Nýgift! Instagram Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi um helgina þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi. Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu. Byrjaði allt með skilaboðum Katrín og Markus kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. Hún telur að innsæið hafi verið ástæða þess að hún hafi yfirhöfuð opnað skilaboðin þar sem hún var ekki að svara skilaboðum frá fólki sem hún þekkti ekki. Fyrsta stefnumótið var göngutúr að vatni og hefur ástin verið að blómstra síðan. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Stóð alltaf til að halda tvö brúðkaup. Það stóð alltaf til frá upphafi að halda tvö brúðkaup, eitt á Íslandi og eitt í Þýskalandi svo að þau gætu fagnað með öllum í kringum sig svo það var ekki tilkomið vegna ástandsins. Því miður komust færri að í brúðkaupinu úti en upphaflega var planað vegna takmarkana. Stefnan er svo að halda stórt brúðkaup á Íslandi sumarið 2023 sem er nú þegar komið langleiðina í skipulagningu. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Greindist með Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið. Aðspurð hvernig dagarnir fram að brúðkaupinu voru segir Katrín þá hafa verið nokkuð rólega fyrir utan það að brúðguminn fékk Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið eftir heimsókn til Íslands. „Hann þurfti að vera sjö daga í sóttkví og við vorum saman hérna heima þar sem ég tók heimapróf alla morgna með hjartað í buxunum að fá Covid og þurfa að fresta brúðkaupinu. En mér tókst sem betur fer að sleppa við veiruna,“ segir hún um stressið sem fylgdi greiningunni. Katrín Edda sá sjálf um förðunina og hárið á stóra daginn með aðstoð frá sínum nánustu. Við athöfnina sjálfa í ráðhúsinu í Markgröningen var aðeins leyfilegt að vera þar tvö ásamt tveimur vottum. Þau fengu þó að hafa hurðina opna fram þar sem foreldrar þeirra stóðu og fylgdust með. Þar að auki streymdu þau athöfninni til ástvina heima á Íslandi í gegnum Facebook. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Fóru snemma að sofa eftir stóra daginn Eftir athöfnina voru nokkrir af vinum þeirra og fjölskyldu óvænt fyrir utan ráðhúsið sem þau skáluðu við freyðivín. Eftir athöfnina í hittust þau með sinni allra nánustu fjölskyldu og um kvöldið fóru hjónin svo á veitingastað með átta vinum sínum og fögnuðu þar ástinni saman. „Sökum covid máttum við því miður ekki bjóða fleirum og þurftum í ofanálag að yfirgefa staðinn klukkan 22:30. En þá fórum við heim, áttum gott spjall við mömmu og Rúnar og fórum tiltölulega snemma að sofa,“ Segir hún um brúðkaupsdaginn. Það sem stóð upp úr á stóra deginum var að setja upp hringana og kyssa nýja eiginmanninn en þá var þetta orðið svona alvöru, alvöru eins og Katrín orðaði það. Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Byrjaði allt með skilaboðum Katrín og Markus kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. Hún telur að innsæið hafi verið ástæða þess að hún hafi yfirhöfuð opnað skilaboðin þar sem hún var ekki að svara skilaboðum frá fólki sem hún þekkti ekki. Fyrsta stefnumótið var göngutúr að vatni og hefur ástin verið að blómstra síðan. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Stóð alltaf til að halda tvö brúðkaup. Það stóð alltaf til frá upphafi að halda tvö brúðkaup, eitt á Íslandi og eitt í Þýskalandi svo að þau gætu fagnað með öllum í kringum sig svo það var ekki tilkomið vegna ástandsins. Því miður komust færri að í brúðkaupinu úti en upphaflega var planað vegna takmarkana. Stefnan er svo að halda stórt brúðkaup á Íslandi sumarið 2023 sem er nú þegar komið langleiðina í skipulagningu. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Greindist með Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið. Aðspurð hvernig dagarnir fram að brúðkaupinu voru segir Katrín þá hafa verið nokkuð rólega fyrir utan það að brúðguminn fékk Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið eftir heimsókn til Íslands. „Hann þurfti að vera sjö daga í sóttkví og við vorum saman hérna heima þar sem ég tók heimapróf alla morgna með hjartað í buxunum að fá Covid og þurfa að fresta brúðkaupinu. En mér tókst sem betur fer að sleppa við veiruna,“ segir hún um stressið sem fylgdi greiningunni. Katrín Edda sá sjálf um förðunina og hárið á stóra daginn með aðstoð frá sínum nánustu. Við athöfnina sjálfa í ráðhúsinu í Markgröningen var aðeins leyfilegt að vera þar tvö ásamt tveimur vottum. Þau fengu þó að hafa hurðina opna fram þar sem foreldrar þeirra stóðu og fylgdust með. Þar að auki streymdu þau athöfninni til ástvina heima á Íslandi í gegnum Facebook. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Fóru snemma að sofa eftir stóra daginn Eftir athöfnina voru nokkrir af vinum þeirra og fjölskyldu óvænt fyrir utan ráðhúsið sem þau skáluðu við freyðivín. Eftir athöfnina í hittust þau með sinni allra nánustu fjölskyldu og um kvöldið fóru hjónin svo á veitingastað með átta vinum sínum og fögnuðu þar ástinni saman. „Sökum covid máttum við því miður ekki bjóða fleirum og þurftum í ofanálag að yfirgefa staðinn klukkan 22:30. En þá fórum við heim, áttum gott spjall við mömmu og Rúnar og fórum tiltölulega snemma að sofa,“ Segir hún um brúðkaupsdaginn. Það sem stóð upp úr á stóra deginum var að setja upp hringana og kyssa nýja eiginmanninn en þá var þetta orðið svona alvöru, alvöru eins og Katrín orðaði það.
Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30