Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 21:28 Um 1400 manns fá boð um að taka þátt í rannsókninni. Getty/Artur Widak Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. Kathrin U. Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna og þróunar hjá Pfizer, segir í tilkynningu um málið að þau gögn sem nú standa til boða bendi til þess að örvunarskammtur með fyrri bóluefni gegn Covid-19 veiti mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum ómíkron. Þau þurfi þó að vera viðbúin ef sú vernd minnkar með tímanum og vera þá tilbúin til að bregðast sérstaklega við ómíkron eða öðrum afbrigðum veirunnar sem kunna að koma upp. „Til að vera á varðbergi gegn veirunni verðum við að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að viðhalda mikilli vernd, og við trúum því að þróun og rannsóknir bóluefna sem einblína á afbrigðin, eins og þetta, skipti sköpum,“ segir Jansen. Fá einn til þrjá skammta af ómíkron bóluefninu Rannsóknin verður gerð meðal heilbrigðra einstaklinga átján til 55 ára og skiptist í þrjá hópa. Í heildina fá rúmlega 1400 manns boð til að taka þátt í rannsókninni. Rúmlega 600 sem hafa þegar fengið tvo skammta af bóluefni fá einn til tvo skammta af ómíkron bóluefninu, 600 sem hafa fengið þrjá skammta fá einn skammt af ómíkron bóluefninu, og rúmlega 200 sem ekki hafa fengið neina bólusetningu fá þrjá skammta af nýju ómíkron bóluefni. Fyrr í mánuðinum kölluðu sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti þar sem það væri ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Auk Pfizer og BioNTech hafa fleiri lyfjafyrirtæki greint frá því að þau stefni að þróa nýtt bóluefni, þar á meðal Moderna og AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Kathrin U. Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna og þróunar hjá Pfizer, segir í tilkynningu um málið að þau gögn sem nú standa til boða bendi til þess að örvunarskammtur með fyrri bóluefni gegn Covid-19 veiti mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum ómíkron. Þau þurfi þó að vera viðbúin ef sú vernd minnkar með tímanum og vera þá tilbúin til að bregðast sérstaklega við ómíkron eða öðrum afbrigðum veirunnar sem kunna að koma upp. „Til að vera á varðbergi gegn veirunni verðum við að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að viðhalda mikilli vernd, og við trúum því að þróun og rannsóknir bóluefna sem einblína á afbrigðin, eins og þetta, skipti sköpum,“ segir Jansen. Fá einn til þrjá skammta af ómíkron bóluefninu Rannsóknin verður gerð meðal heilbrigðra einstaklinga átján til 55 ára og skiptist í þrjá hópa. Í heildina fá rúmlega 1400 manns boð til að taka þátt í rannsókninni. Rúmlega 600 sem hafa þegar fengið tvo skammta af bóluefni fá einn til tvo skammta af ómíkron bóluefninu, 600 sem hafa fengið þrjá skammta fá einn skammt af ómíkron bóluefninu, og rúmlega 200 sem ekki hafa fengið neina bólusetningu fá þrjá skammta af nýju ómíkron bóluefni. Fyrr í mánuðinum kölluðu sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti þar sem það væri ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Auk Pfizer og BioNTech hafa fleiri lyfjafyrirtæki greint frá því að þau stefni að þróa nýtt bóluefni, þar á meðal Moderna og AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45