Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 21:28 Um 1400 manns fá boð um að taka þátt í rannsókninni. Getty/Artur Widak Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. Kathrin U. Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna og þróunar hjá Pfizer, segir í tilkynningu um málið að þau gögn sem nú standa til boða bendi til þess að örvunarskammtur með fyrri bóluefni gegn Covid-19 veiti mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum ómíkron. Þau þurfi þó að vera viðbúin ef sú vernd minnkar með tímanum og vera þá tilbúin til að bregðast sérstaklega við ómíkron eða öðrum afbrigðum veirunnar sem kunna að koma upp. „Til að vera á varðbergi gegn veirunni verðum við að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að viðhalda mikilli vernd, og við trúum því að þróun og rannsóknir bóluefna sem einblína á afbrigðin, eins og þetta, skipti sköpum,“ segir Jansen. Fá einn til þrjá skammta af ómíkron bóluefninu Rannsóknin verður gerð meðal heilbrigðra einstaklinga átján til 55 ára og skiptist í þrjá hópa. Í heildina fá rúmlega 1400 manns boð til að taka þátt í rannsókninni. Rúmlega 600 sem hafa þegar fengið tvo skammta af bóluefni fá einn til tvo skammta af ómíkron bóluefninu, 600 sem hafa fengið þrjá skammta fá einn skammt af ómíkron bóluefninu, og rúmlega 200 sem ekki hafa fengið neina bólusetningu fá þrjá skammta af nýju ómíkron bóluefni. Fyrr í mánuðinum kölluðu sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti þar sem það væri ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Auk Pfizer og BioNTech hafa fleiri lyfjafyrirtæki greint frá því að þau stefni að þróa nýtt bóluefni, þar á meðal Moderna og AstraZeneca. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Kathrin U. Jansen, yfirmaður bóluefnarannsókna og þróunar hjá Pfizer, segir í tilkynningu um málið að þau gögn sem nú standa til boða bendi til þess að örvunarskammtur með fyrri bóluefni gegn Covid-19 veiti mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum ómíkron. Þau þurfi þó að vera viðbúin ef sú vernd minnkar með tímanum og vera þá tilbúin til að bregðast sérstaklega við ómíkron eða öðrum afbrigðum veirunnar sem kunna að koma upp. „Til að vera á varðbergi gegn veirunni verðum við að finna nýjar leiðir fyrir fólk til að viðhalda mikilli vernd, og við trúum því að þróun og rannsóknir bóluefna sem einblína á afbrigðin, eins og þetta, skipti sköpum,“ segir Jansen. Fá einn til þrjá skammta af ómíkron bóluefninu Rannsóknin verður gerð meðal heilbrigðra einstaklinga átján til 55 ára og skiptist í þrjá hópa. Í heildina fá rúmlega 1400 manns boð til að taka þátt í rannsókninni. Rúmlega 600 sem hafa þegar fengið tvo skammta af bóluefni fá einn til tvo skammta af ómíkron bóluefninu, 600 sem hafa fengið þrjá skammta fá einn skammt af ómíkron bóluefninu, og rúmlega 200 sem ekki hafa fengið neina bólusetningu fá þrjá skammta af nýju ómíkron bóluefni. Fyrr í mánuðinum kölluðu sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti þar sem það væri ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Auk Pfizer og BioNTech hafa fleiri lyfjafyrirtæki greint frá því að þau stefni að þróa nýtt bóluefni, þar á meðal Moderna og AstraZeneca.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Sérfræðingar WHO kalla eftir bóluefnum sem veita betri vörn gegn smiti Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segja ómögulegt að reiða sig á sífelldar örvunarbólusetningar til að takast á við ný afbrigði kórónuveirunnar. Kalla þeir eftir nýjum bóluefnum sem veita betri vernd gegn smiti. 12. janúar 2022 07:45
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45