Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 09:31 Sadio Mane gæti þurft að glíma lengi við eftirmála höfuðhöggsins eftir að vera leyft að spila áfram. EPA-EFE/PETER POWELL Senegal hefur fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á Liverpool leikmanninum Sadio Mane í leik Senegal og Grænhöfðaeyja í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar. Mane fékk mikið höfuðhögg í leiknum en var ekki tekinn af velli. Hann fór ekki af velli fyrr en sextán mínútum síðar en hafði þá skorað fyrsta mark Senegal í leiknum. Liverpool-stjärnan Sadio Mané i otäck krock i afrikanska mästerskapen https://t.co/uTvdy0X9tn— Sportbladet (@sportbladet) January 25, 2022 Samstuð Mane og markvarðarins Vozinha hjá Grænhöfðaeyjum leit mjög illa út og það er margsannað hversu slæmar langtímaafleiðingar það getur haft fyrir íþróttafólk að halda áfram að spila með heilahristing. Mane ber sig samt vel og segist vera í lagi. „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari,“ skrifaði hann á Teitter. Afríska knattspyrnusambandið segir að læknalið Senegal beri alla ábyrgð á því að Mane spilaði áfram en ekki sambandið. Sambandið gaf það líka út að þeir Mane og Vozinha hafi verið skoðaðir og niðurstaða þess hafi verið allt liti eðlilega út hjá þeim. Vozinha fékk rautt spjald fyrir samstuðið en það þurfti líka að aðstoða hann af velli. Mane spilaði áfram þrátt fyrir að líta út fyrir að missa meðvitund við samstuðið. Sadio Mane was allowed to play on despite suspected concussion after a "sickening collision" with an opponent.More #bbcafcon #AFCON2021— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2022 Liðslæknir Senegal, Abdourahmane Fedior, sagði að Mane hafi verið tekinn af velli af því að honum hefði svimað eftir að hann skoraði markið. „Eftir það fannst okkur öruggara að fara með hann í myndatöku á sjúkrahúsi en sú myndataka sýndi engan heilaáverka eða beinskemmdir. Við yfirgáfum sjúkrahúsið stuttu síðar og fórum upp á hótel. Honum líður vel,“ sagði Abdourahmane Fediorí yfirlýsingu. „Öll einkennin sem hann var með inn á vellinum hurfu. Við þurfum samt að fylgjast vel með honum og munum sjá betur hvernig honum líður eftir tvo daga. Hann þarf að hvíla sig og koma aftur á æfingar rólega,“ sagði enn fremur í þessari yfirlýsingu. Senegal are labelled a 'disgrace' for their 'disgusting' decision to allow star man Sadio Mane to play on after he is KNOCKED OUT following a clash of heads https://t.co/5ciA8Akwng— MailOnline Sport (@MailSport) January 25, 2022 Læknalið Liverpool mun ræða við kollega sína hjá senegalska landsliðinu en það er líka venjan þegar leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane enda algjör lykilmaður hjá liðinu. Kalidou Koulibaly, fyrirliði Senegal, neitar því að Senegal hafi tekið áhættu með heilsu Mane með því að leyfa honum að spila áfram. „Það var engin áhætta tekin. Það var hann sem skoraði markið eftir allt þetta,“ sagði Kalidou Koulibaly. „Þegar við sáum að hann var eitthvað áttavilltur eftir markið þá töldum við það rétta að taka hann af velli. Ég spurði hann hvort hann vildi fara af velli og hann sagði nei. Við ákváðum samt að taka hann út til að forðast það að taka einhverja áhættu,“ sagði Koulibaly. #Senegal have been criticised after Sadio #Mane continued playing despite suffering suspected concussion in a "sickening collision" with #CapeVerde goalkeeper #Vozinhahttps://t.co/sDZxjnNi4V— Stad Doha (@StadDoha_en) January 26, 2022 Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira
Mane fékk mikið höfuðhögg í leiknum en var ekki tekinn af velli. Hann fór ekki af velli fyrr en sextán mínútum síðar en hafði þá skorað fyrsta mark Senegal í leiknum. Liverpool-stjärnan Sadio Mané i otäck krock i afrikanska mästerskapen https://t.co/uTvdy0X9tn— Sportbladet (@sportbladet) January 25, 2022 Samstuð Mane og markvarðarins Vozinha hjá Grænhöfðaeyjum leit mjög illa út og það er margsannað hversu slæmar langtímaafleiðingar það getur haft fyrir íþróttafólk að halda áfram að spila með heilahristing. Mane ber sig samt vel og segist vera í lagi. „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari,“ skrifaði hann á Teitter. Afríska knattspyrnusambandið segir að læknalið Senegal beri alla ábyrgð á því að Mane spilaði áfram en ekki sambandið. Sambandið gaf það líka út að þeir Mane og Vozinha hafi verið skoðaðir og niðurstaða þess hafi verið allt liti eðlilega út hjá þeim. Vozinha fékk rautt spjald fyrir samstuðið en það þurfti líka að aðstoða hann af velli. Mane spilaði áfram þrátt fyrir að líta út fyrir að missa meðvitund við samstuðið. Sadio Mane was allowed to play on despite suspected concussion after a "sickening collision" with an opponent.More #bbcafcon #AFCON2021— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2022 Liðslæknir Senegal, Abdourahmane Fedior, sagði að Mane hafi verið tekinn af velli af því að honum hefði svimað eftir að hann skoraði markið. „Eftir það fannst okkur öruggara að fara með hann í myndatöku á sjúkrahúsi en sú myndataka sýndi engan heilaáverka eða beinskemmdir. Við yfirgáfum sjúkrahúsið stuttu síðar og fórum upp á hótel. Honum líður vel,“ sagði Abdourahmane Fediorí yfirlýsingu. „Öll einkennin sem hann var með inn á vellinum hurfu. Við þurfum samt að fylgjast vel með honum og munum sjá betur hvernig honum líður eftir tvo daga. Hann þarf að hvíla sig og koma aftur á æfingar rólega,“ sagði enn fremur í þessari yfirlýsingu. Senegal are labelled a 'disgrace' for their 'disgusting' decision to allow star man Sadio Mane to play on after he is KNOCKED OUT following a clash of heads https://t.co/5ciA8Akwng— MailOnline Sport (@MailSport) January 25, 2022 Læknalið Liverpool mun ræða við kollega sína hjá senegalska landsliðinu en það er líka venjan þegar leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Það þarf ekkert að koma neinum á óvart að Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane enda algjör lykilmaður hjá liðinu. Kalidou Koulibaly, fyrirliði Senegal, neitar því að Senegal hafi tekið áhættu með heilsu Mane með því að leyfa honum að spila áfram. „Það var engin áhætta tekin. Það var hann sem skoraði markið eftir allt þetta,“ sagði Kalidou Koulibaly. „Þegar við sáum að hann var eitthvað áttavilltur eftir markið þá töldum við það rétta að taka hann af velli. Ég spurði hann hvort hann vildi fara af velli og hann sagði nei. Við ákváðum samt að taka hann út til að forðast það að taka einhverja áhættu,“ sagði Koulibaly. #Senegal have been criticised after Sadio #Mane continued playing despite suffering suspected concussion in a "sickening collision" with #CapeVerde goalkeeper #Vozinhahttps://t.co/sDZxjnNi4V— Stad Doha (@StadDoha_en) January 26, 2022
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira