Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 11:40 Frá sendiráði Rússlands í Berlín. EPA/FELIPE TRUEBA Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir njósnir í Þýskalandi. Maðurinn starfaði hjá háskóla í Bæjaralandi en er sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til leyniþjónustu Rússlands og þá sérstaklega upplýsingum um þróun Ariane-eldflauga. Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa. Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa.
Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira