Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2022 13:30 Gísli Þorgeir er sonur Þorgerðar og Kristjáns og leikur með íslenska landsliðinu í handbolta. Í gærkvöldi fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 og Stöð 2 sport sem ber heitið Þeir tveir og er í umsjón Gumma Ben og Hjálmars Arnar Jóhannssonar. Um er að ræða skemmtiþátt þar sem fjallað verður um íþróttir og rætt um þær á skemmtilegum nótum. Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta en Ísland leikur sinn síðasta leik í keppninni í dag þegar það keppir um 5. sætið við Norðmenn klukkan 14:30. Þorgerður Katrín mættu á fjóra fyrstu leiki íslenska liðsins í Búdapest enda er sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson í liðinu. Gísli fékk Covid eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Ungverjum og hefur verið í einangrun síðan þá. Eins og alþjóð veit er eiginmaður Þorgerðar margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, Kristján Arason. Í gær var hún spurð hvort væri erfiðara að horfa á son sinn í landsleik eða eiginmanninn. „Það er öðruvísi að horfa á barnið sitt heldur en manninn. Maður er minna áhyggjulaus að horfa á manninn,“ segir Þorgerður Katrín og heldur áfram. „Gísli er búinn að vera meiðast og þegar það er verið að taka í hann þá verður maður stressuð. Hann meiddi sig aldrei í yngri flokkunum og hann hefur aldrei meiðst fyrr en út í Eyjum, og ég ætla ekki að fara út í það. Mér finnst hann sýna mjög mikinn karakter að koma alltaf aftur og aftur eftir meiðsli.“ „Hann er búinn að sýna stórkostlegan karakter. Það er ekkert verra í heiminum en að koma út í atvinnumennsku í fyrsta sinn og meiðast strax. Þér finnst þú vera bregðast öllum sem voru að kaupa þig og þetta er ein erfiðasta staða sem þú getur farið í sem ungur leikmaður. Þetta er ótrúlega erfið staða og að vinna sig út úr því er hörkumál,“ segir Dagur Sigurðsson í þættinum í gær en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Þeim tveimur. Klippa: Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér. EM karla í handbolta 2022 Þeir tveir Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta en Ísland leikur sinn síðasta leik í keppninni í dag þegar það keppir um 5. sætið við Norðmenn klukkan 14:30. Þorgerður Katrín mættu á fjóra fyrstu leiki íslenska liðsins í Búdapest enda er sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson í liðinu. Gísli fékk Covid eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Ungverjum og hefur verið í einangrun síðan þá. Eins og alþjóð veit er eiginmaður Þorgerðar margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, Kristján Arason. Í gær var hún spurð hvort væri erfiðara að horfa á son sinn í landsleik eða eiginmanninn. „Það er öðruvísi að horfa á barnið sitt heldur en manninn. Maður er minna áhyggjulaus að horfa á manninn,“ segir Þorgerður Katrín og heldur áfram. „Gísli er búinn að vera meiðast og þegar það er verið að taka í hann þá verður maður stressuð. Hann meiddi sig aldrei í yngri flokkunum og hann hefur aldrei meiðst fyrr en út í Eyjum, og ég ætla ekki að fara út í það. Mér finnst hann sýna mjög mikinn karakter að koma alltaf aftur og aftur eftir meiðsli.“ „Hann er búinn að sýna stórkostlegan karakter. Það er ekkert verra í heiminum en að koma út í atvinnumennsku í fyrsta sinn og meiðast strax. Þér finnst þú vera bregðast öllum sem voru að kaupa þig og þetta er ein erfiðasta staða sem þú getur farið í sem ungur leikmaður. Þetta er ótrúlega erfið staða og að vinna sig út úr því er hörkumál,“ segir Dagur Sigurðsson í þættinum í gær en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Þeim tveimur. Klippa: Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
EM karla í handbolta 2022 Þeir tveir Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira