Opna fjöldahjálparstöð í kjölfar lokunar Súðavíkurhlíðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 18:06 Búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar. Myndin er úr safni. Lögreglan á Vestfjörðum Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi hefur tekið ákvörðun um að opna fjöldahjálparstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar vegna lokunar Súðavíkurhlíðar, sem var lokað fyrr í dag vegna snjóflóðahættu. Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs.
Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44