Nýtt 60 íbúa hjúkrunarheimili á Selfossi – 40 fyrir höfuðborgarsvæðið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2022 20:04 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að höfðu samráði við Sveitarfélagið Árborg að 40 af 60 nýju rímunum á nýja hjúkrunarheimilinu á Selfossi verði tímabundið til ráðstöfunar fyrir íbúa af höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir hjúkrunarrými. Hönnuðir hússins eru Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. og fyrirtækið Eykt hefur annast framkvæmdirnar. Aðsend Ný styttist óðum í að nýtt hjúkrunarheimili verði opnað á Selfossi fyrir sextíu íbúa. Fjörutíu manns af höfuðborgarsvæðinu munu fá inni á nýja heimilinu. Nýja hjúkrunarheimilið er steinsnar frá sjúkrahúsinu á Selfossi en það verður Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem mun reka heimilið líkt og sjúkrahúsið. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar verður pláss fyrir 60 manns. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki en ráða þarf í fjörutíu og fjögur hundrað prósent stöðugildi. Hjúkrunarforstjóri verður Ólöf Árnadóttir, sem er einnig hjúkrunarstjóri yfir Ljósheimum og Fossheimum, sem eru hjúkrunardeildir á sjúkrahúsinu. Á heimilinu verða fimm búsetueiningar fyrir 12 íbúa hver. „Þetta er spennandi viðbót við hjúkrunarheimilin hér á Suðurlandi og þetta glæsilega hús mun henta mjög vel í þessa starfsemi, sem við erum að fara af stað með hérna. Þetta mun breyta því að við erum náttúrlega með biðlista inn í hjúkrunarrými og þetta mun létta á því. Mér sýnist miðað við stöðuna í dag þá förum við langt með að hreinsa upp biðlistana hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring með glæsilegum garði innan í hringnum.Aðsend Díana segir að það sé búið að gera samning við Sveitarfélagið Árborg um að taka við fólki af höfuðborgarsvæðinu inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Já, þannig að við munum taka við 35 til 40 íbúum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Díana. En hvað segir fólki við því að það eigi að taka svona mörg pláss frá fyrir höfuðborgarsvæðið? „Fólk óar við því. Þessi rými, sem eru tímabundin hefðu bara farið inn í þetta heimili en þau verða áfram í rekstri, þannig að þetta mun ekki hafa áhrif á þau pláss, sem eru raunverulega að verða til hjá okkur,“ bætir Díana við. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Iðnaðarmenn eru nú á fullum krafti að leggja lokahönd á alla vinnuna inni áður en heimilið verður opnað í mars næstkomandi. Covid hefur þú aðeins tafið vinnuna því eitthvað af iðnaðarmönnum hafa þurft að fara í einangrun eða sóttkví. Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið er steinsnar frá sjúkrahúsinu á Selfossi en það verður Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem mun reka heimilið líkt og sjúkrahúsið. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar verður pláss fyrir 60 manns. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki en ráða þarf í fjörutíu og fjögur hundrað prósent stöðugildi. Hjúkrunarforstjóri verður Ólöf Árnadóttir, sem er einnig hjúkrunarstjóri yfir Ljósheimum og Fossheimum, sem eru hjúkrunardeildir á sjúkrahúsinu. Á heimilinu verða fimm búsetueiningar fyrir 12 íbúa hver. „Þetta er spennandi viðbót við hjúkrunarheimilin hér á Suðurlandi og þetta glæsilega hús mun henta mjög vel í þessa starfsemi, sem við erum að fara af stað með hérna. Þetta mun breyta því að við erum náttúrlega með biðlista inn í hjúkrunarrými og þetta mun létta á því. Mér sýnist miðað við stöðuna í dag þá förum við langt með að hreinsa upp biðlistana hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring með glæsilegum garði innan í hringnum.Aðsend Díana segir að það sé búið að gera samning við Sveitarfélagið Árborg um að taka við fólki af höfuðborgarsvæðinu inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Já, þannig að við munum taka við 35 til 40 íbúum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Díana. En hvað segir fólki við því að það eigi að taka svona mörg pláss frá fyrir höfuðborgarsvæðið? „Fólk óar við því. Þessi rými, sem eru tímabundin hefðu bara farið inn í þetta heimili en þau verða áfram í rekstri, þannig að þetta mun ekki hafa áhrif á þau pláss, sem eru raunverulega að verða til hjá okkur,“ bætir Díana við. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Iðnaðarmenn eru nú á fullum krafti að leggja lokahönd á alla vinnuna inni áður en heimilið verður opnað í mars næstkomandi. Covid hefur þú aðeins tafið vinnuna því eitthvað af iðnaðarmönnum hafa þurft að fara í einangrun eða sóttkví.
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira