Ómar Ingi endurtók afrek Óla Stefáns nákvæmlega tuttugu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 07:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörkum meira en næsthæsti maðurinn á markalista EM 2022. Getty/Nikola Krstic Ómar Ingi Magnússon var markakóngur Evrópumótsins í Ungverjalandi og Slóvakíu sem lauk með úrslitaleik Svía og Spánverja í gær. Aðeins einu sinni áður hefur Ísland átt markakóng EM. Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000). EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000).
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira