Metaregn hjá Matthildi á RIG um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 12:30 Matthildur Óskarsdóttir byrjar nýja árið frábærlega. Instagram/@matthilduroskarsdottir Matthildur Óskarsdóttir lofaði því þegar hún var valin Íþróttakona Seltjarnarness fyrir árið 2021 að 2022 yrði alveg geggjað ár. Hún er strax byrjuð að standa við þau stóru orð. Matthildur fór nefnilega á kostum í Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í gær. Uppskera Matthildar voru 26 met, átján Íslandsmet unglinga, fjögur Íslandsmet fullorðinna, tvö Norðurlandamet unglinga og tvö Evrópumet unglinga. View this post on Instagram A post shared by Matthildur ÓskarsDÓTTIR (@matthilduroskarsdottir) Matthildur tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 120 kílóum og svo með því að fara upp með 122,5 kíló. Matthildur keppir í mínus 84 kílóa flokki. Hún setti Evrópumetin og Norðurlandametin í bekkpressunni en þar var hún einnig með Íslandsmet fullorðinna. Matthildur var þar að bæta sig um fimm kíló. Hún bætti sig um níu kíló í í hnébeygju og setti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 150 kílóum. Hún bætti sig um fimmtán kíló í réttstöðulyftu og setti Íslandsmet unglinga með því að fara upp með 165 kíló. Það þýddi að Matthildur lyfti alls 437,5 kílóum sem er 52 kílóa bæting hjá henni og nýtt Íslandsmet unglinga. „Gaman að stíga aftur á keppnispallinn í þrílyftunni eftir að hafa ekki æft það að viti seinasta 2,5 árið,“ skrifaði Matthildur í samantekt á Instagrím síðunni sinni. Fjöldi annarra alþjóðlegra meta voru slegin á mótinu. Kimberly Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 187,5 kílóum og svo með því að lyfta 192,5 kílóum. Einnig tvíbætti Kimberly heimsmetið í Master 1 í samanlögðu en hún endaði með því að lyfta samanlagt 547,5 kílóum. Elsa Pálsdóttir sló síðan þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 kílóum í réttstöðulyftu og var samanlagt með 362,5 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Matthildur fór nefnilega á kostum í Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í gær. Uppskera Matthildar voru 26 met, átján Íslandsmet unglinga, fjögur Íslandsmet fullorðinna, tvö Norðurlandamet unglinga og tvö Evrópumet unglinga. View this post on Instagram A post shared by Matthildur ÓskarsDÓTTIR (@matthilduroskarsdottir) Matthildur tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 120 kílóum og svo með því að fara upp með 122,5 kíló. Matthildur keppir í mínus 84 kílóa flokki. Hún setti Evrópumetin og Norðurlandametin í bekkpressunni en þar var hún einnig með Íslandsmet fullorðinna. Matthildur var þar að bæta sig um fimm kíló. Hún bætti sig um níu kíló í í hnébeygju og setti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 150 kílóum. Hún bætti sig um fimmtán kíló í réttstöðulyftu og setti Íslandsmet unglinga með því að fara upp með 165 kíló. Það þýddi að Matthildur lyfti alls 437,5 kílóum sem er 52 kílóa bæting hjá henni og nýtt Íslandsmet unglinga. „Gaman að stíga aftur á keppnispallinn í þrílyftunni eftir að hafa ekki æft það að viti seinasta 2,5 árið,“ skrifaði Matthildur í samantekt á Instagrím síðunni sinni. Fjöldi annarra alþjóðlegra meta voru slegin á mótinu. Kimberly Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 187,5 kílóum og svo með því að lyfta 192,5 kílóum. Einnig tvíbætti Kimberly heimsmetið í Master 1 í samanlögðu en hún endaði með því að lyfta samanlagt 547,5 kílóum. Elsa Pálsdóttir sló síðan þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 kílóum í réttstöðulyftu og var samanlagt með 362,5 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands)
Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira