Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 09:29 Þessar myndir birti ríkismiðill Norður-Kóreu en þær eiga að sýna tilraunaskot Hwasong 12 eldflaugar um helgina. Kóreumenn hafa ekki skotið svo stórri eldflaug á loft frá 2017. EPA/KCNA Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Eldflaugin kallast Hwasong-12 en talið er að hægt sé að skjóta henni að skotmörkum í rúmlega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að tilraunaskotið hafi gengið út á að tryggja öryggi eldflaugarinnar. Myndir sem fylgdu yfirlýsingunni eiga að sýna að eldflaugin hafi farið út í geim. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Japan og Suður-Kóreu að eldflaugin hafi farið í tvö þúsund kílómetra hæð og hún hafi lent í sjónum milli Kóreuskagans og Japans, í um 800 kílómetra fjarlægð frá skotstað. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld í Norður-Kóreu skotið fjölda skammdrægra eldflauga á loft. Alls hefur sjö eldflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuði en þetta var í fyrsta sinn frá 2017 sem gerð var tilraun með eldflaug af þessari stærð sem getur borið kjarnorkuvopn. Þá var spennan mikil á Kóreuskaga og var það um það leyti sem Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hét því að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“. Þá hótuðu Kóreumenn því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam með Hwasong-12 eldflaugum. Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Þó nokkur ár eru síðan ráðamenn í Norður-Kóreu sögðust fyrst hafa tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Árið 2017 var eldflaugum af gerðinni Hwasong-14 og Hwasong-15 skotið á loft frá Norður-Kóreu en þær gætu mögulega dregið til meginlands Bandaríkjanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismanni að þar í landi sé óttast að Kóreumenn séu að undirbúa nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Embættismaðurinn sagði blaðamönnum í gær að gripið yrði til aðgerða. Norður-Kórea hefur um árabil verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna áðurnefndra vopnatilrauna, sem eru í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Japan Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05 Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Eldflaugin kallast Hwasong-12 en talið er að hægt sé að skjóta henni að skotmörkum í rúmlega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að tilraunaskotið hafi gengið út á að tryggja öryggi eldflaugarinnar. Myndir sem fylgdu yfirlýsingunni eiga að sýna að eldflaugin hafi farið út í geim. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Japan og Suður-Kóreu að eldflaugin hafi farið í tvö þúsund kílómetra hæð og hún hafi lent í sjónum milli Kóreuskagans og Japans, í um 800 kílómetra fjarlægð frá skotstað. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld í Norður-Kóreu skotið fjölda skammdrægra eldflauga á loft. Alls hefur sjö eldflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuði en þetta var í fyrsta sinn frá 2017 sem gerð var tilraun með eldflaug af þessari stærð sem getur borið kjarnorkuvopn. Þá var spennan mikil á Kóreuskaga og var það um það leyti sem Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hét því að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“. Þá hótuðu Kóreumenn því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam með Hwasong-12 eldflaugum. Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Þó nokkur ár eru síðan ráðamenn í Norður-Kóreu sögðust fyrst hafa tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Árið 2017 var eldflaugum af gerðinni Hwasong-14 og Hwasong-15 skotið á loft frá Norður-Kóreu en þær gætu mögulega dregið til meginlands Bandaríkjanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismanni að þar í landi sé óttast að Kóreumenn séu að undirbúa nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Embættismaðurinn sagði blaðamönnum í gær að gripið yrði til aðgerða. Norður-Kórea hefur um árabil verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna áðurnefndra vopnatilrauna, sem eru í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Japan Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05 Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11
Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05
Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35