Virknihús - öll átaksverkefni Reykjavíkurborgar á einum stað Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 13:01 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun