Viktor Gísli bestur á EM en ekki í sínu liði? „Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2022 15:00 Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnað Evrópumót og var valinn besti markvörðurinn, aðeins 21 árs gamall. Getty/Sanjin Strukic „Það er svolítið skrýtið að vera kominn aftur í raunveruleikann; að hengja upp þvott og búa til mat,“ segir Viktor Gísli Hallgrímsson léttur í bragð, mættur heim til Danmerkur eftir að hafa verið valinn besti markvörður EM í handbolta. „Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Þetta kom mér mjög á óvart ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Bara það að vera tilnefndur var frábær heiður og að vinna þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Viktor Gísli um útnefninguna en þessi 21 árs markvörður fór ræddi við Rikka G í dag. Klippa: Viktor besti markvörður EM en breytir það stöðunni hjá GOG? Þrátt fyrir að hafa skákað kollegum sínum með því að vera valinn besti markvörður EM þá hefur Viktor lítið fengið að spila með GOG í Danmörku í vetur, þar sem norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjörn Bergerud hefur verið í aðalhlutverki. Útnefningin á EM hlýtur að hjálpa til í þeirri stöðu? „Ég vona það. Þetta er smá „statement“ fyrir þjálfarann. Hann þarf núna kannski að endurhugsa þetta aðeins og gefa mér aðeins fleiri mínútur á vellinum hérna. En Torbjörn er líka geggjaður gæi og sturlaður markvörður. Það er frábært að fá að læra af honum,“ segir Viktor Gísli sem fer svo til Nantes í Frakklandi í sumar, að loknu tímabilinu í Danmörku. „Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara“ Viktor Gísli sprakk svo sannarlega út á EM, eftir að hafa byrjað mótið fyrir aftan Björgvin Pál Gústavsson í goggunarröðinni. Björgvin lenti í einangrun vegna kórónuveirusmits en fannst Viktori þá að hann yrði bara hreinlega að standa sig? „Ég fékk bara tíma á vellinum. Maður þarf nokkrar mínútur til að koma sér í gang og finna taktinn í leiknum. Ég þurfti að stíga upp vegna þess að Bjöggi datt út, og fannst ég þurfa að sanna mig og sýna hvað ég gæti. Þegar maður fær mínútur á vellinum þá verður þetta allt léttara,“ segir Viktor. „Elliði sagði mér að vera reiður“ Frammistaða hans í sigrinum magnaða gegn ólympíumeisturum Frakklands verður sérstaklega lengi í minnum höfð. Sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari eitthvað sérstakt við Viktor fyrir þann leik? „Nei, en Elliði [Snær Viðarsson] sagði mér að vera reiður. Reiður út í vörnina og koma mér aðeins í gang. Það hjálpaði kannski svolítið til. Gummi sagði í raun ekki neitt. Bara að njóta þess að spila.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira